Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Færslur: 2005 September29.09.2005 13:24TIL HAMINGJU SUNNA MEÐ LITLA PRINSINN. MJÖG SVO FRÍÐUR GUTTI. HLÖKKUM TIL AÐ HITTA YKKUR Skrifað af Bumbubúa 27.09.2005 15:09Þá er ég loksins kominn heim. Ég fór í læknisskoðun í morgun og læknirinn sagði að ég væri sko bæði stór og sterkur strákur og að lungun væru sko alveg í lagi því ég lét vel heyra í mér þegar þeir voru eitthvað að fikta í mér. Ekki nógu sáttur við það. Annars fórum við mamma upp á fæðingardeild með pabb á föstudaginn til að láta sprengja belginn minn og fengum við þá þær fréttir að ég var bara ágætlega kominn af stað því að mamma var komin með tæpa 6 í útvíkkun, en belgurinn var sprengdur engu að síður og er ég með lítið sár á hausnum þar sem ljósmóðirin "skrifaði" nafnið sitt á kollinn minn því að belgurinn var bara eins og sundhetta á kollinum mínum. En það sakaði ekki neitt. Og svo var ég mættur á staðinn klukkan 18:26 þann 23. september sem gerir mig víst að meyju en ekki vog eins og búið var að gera ráð fyrir að ég yrði. Ég náði ekki alveg að vinna úr vökvanum í lungunum strax eftir fæðingu svo að ég fékk að heimsækja fína fólkið á vökudeildinni og dvelja hjá þeim í um tvo tíma þangað til að ég fór aftur til mömmu og pabba. En þau komu nú og heimsóttu mig á meðan ég var í hitakassanum. Ég var sko ekkert smá svangur þegar ég kom út að ég lét fólkið á vökudeildinni aldeilis heyra það og lét þau ekki í friði fyrr en þau gáfu mér að borða. Svo grét ég líka mjög mikið á aðfaranótt laugardags og var læknir kallaður út til að kíkja á him, gaf hann mér stíl og meira að borða og varð ég fínn eftir það. Var ég víst bara með svona mikinn hausverk eftir að festast á leiðinni út á milli hríða hjá henni mömmu - var orðið svolítið langt á milli hríða hjá okkur undir lokin. Það var aldeilis dekrað við okkur þegar við komum niður á sængurkvennadeild því að við fengum einkastofuna því að það var svo rólegt að gera og við komum svo seint niður. Þar fengum við að dvelja til sunnudagskvölds en vorum þá flutt á stofu 10, á sama stað og hún Álfheiður og litli kallinn hennar voru. En hann á einmitt líka afmæli á sama degi og ég. Ekki slæmur dagur huh!! Læknarnir vildu ekki senda mömmu heim alveg strax því að blóðþrýstingurinn hennar reis nokkuð og svo fékk hún hita tvisvar yfir helgina. En það var mjög fínt að dvelja þarna uppfrá, en líka gott að komast heim í mína eigin vöggu. Svo er kominn heill hellingur af myndum af mér. Skrifað af Bumbubúa 25.09.2005 22:25jæja þá er ég kominn í heiminnJæja þá er ég kominn í heiminn....
ég ætla bara að benda fólki á að það eru komnar myndir af mér inn
endilega skoðið Skrifað af Bumbubúa 22.09.2005 15:22Nýjustu fréttirNei, ég er ekki komin/n ennþá en það er ekki langt í það .... Þá erum við mamma búin að fara í seinasta mónitorinn uppi á lansa og leit auðvitað allt saman alveg frábærlega vel út hjá mér. Ég var reyndar sofandi fyrri hlutann af mónitorinum svo það voru engar hreyfingar en svo þegar ég vaknaði sofnaði mamma svo að hún náði voðalega lítið að merkja við hreyfingar hjá mér. En ljósan sagði að þetta væri mjög fínt rit þegar við vorum búin og að mamma þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af því að hafa ekki merkt við. Eftir þó nokkra bið hittum við lækninn, hana Ragnheiði, og hún þreyfaði leghálsinn og fengum við þær fregnir að við erum víst komin með 3 cm í útvíkkun og full mýkt ef það var orðið sem hún notaði. Sem þýðir víst að það er eitthvað í gangi hjá okkur mömmu. Hún hreyfði við belgnum svo að það gæti gert eitthvað fyrir okkur í kvöld en sagði okkur ekki að búast við því. En í staðinn fyrir að gangsetja okkur eins og hún var búin að tala um, eigum við að mæta á morgun upp á fæðingardeild klukkan 8:30 og þá verður belgurinn minn sprengdur og þannig bara ýtt við mér fyrst við erum komin svona vel af stað. Svo að það lítur bara út fyrir að ég sé á leiðinni í heiminn á morgun eða hinn. Vonandi bara strax á morgun fyrst belgurinn verður sprengdur svona snemma. Þegar þetta var allt búið fórum við í heimsókn til Heiðu sem er enn uppi á sængurkvennadeild og spjölluðum aðeins við hana og litla prinsinn hennar sem kom í heiminn á sunnudaginn. Hann er ekkert smá sætur. Skrifað af Bumbubúa 19.09.2005 22:07Þvílikur dagurMamma hafði verið að vona að ég hefði farið af stað í gærkvöldi svo hún hefði getað átt mig í dag en svo gott var það nú ekki. Hún aftur á móti fékk svæsna eyrnabólgu í hægra eyra svo að í morgun vorum við komin upp á Háls-, Nef- og Eyrna deild á Borgarspítalanum til að fá að hitta lækni þar sem ekki var hægt að fá tíma hjá lækninum hennar mömmu. Þetta var svo sem ekkert nýtt, stýfluð göng og bólgur svo að við fengum krem fyrir því og fórum heim og löguðm okkur þangað til að við þurftum að fara upp á Landspítalann aftur í dag klukkan tvö. Þar vorum við sett í mónitor og mamma hefur bara aldrei séð mig svona virka/n eins og ég var þennan hálftíma sem hún var tengt við tækið. Hafði varla við að merkja við hreyfingarnar mínar. Enda var línuritið mitt mjög svo flott. Fyrst þegar við komum bað mamma um að fá að tala við fæðingarlækninn sem var á vakt en þar sem hún var í endalausum keisaraskurum í dag var henni sagt að það væri mjög ólíklegt að hún gæti fengið að tala við hana. En þegar blóðþrýstingurinn var búinn að vera nánast sá sami þrisvar sinnum í röð, eða um 145/95, var hún beðin um að bíða eftir að læknirinn væri á lausu. Sem tók nú ótrúlega stuttan tíma. En læknirinn var fljót að senda mömmu í blóðprufu og svo eigum við að mæta aftur á morgun í endurmat, og mjög líkalega umræðu varðandi gangsettningu. Mamma spurði hana hvort það þýddi að við myndum sjá mánudaginn saman, en lækninum fannst það mjög ólíklegt. Þannig að pabbi ætlar að koma með mömmu uppeftir á morgun. Skrifað af Bumbubúa 18.09.2005 22:08Til hamingju Heiða með litla prinsinn. Annar strákurinn í hópnum. Hlakka til að sjá krílið. Skrifað af Bumbubúa 18.09.2005 10:40HelginHelgin hefur nú gengið ágætlega fyrir sig. Okkur mömmu liðið bara nokkuð vel, hringdum reyndar upp á meðgöngudeild í gær eftir að mamma vaknaði eftir blundinn sinn því hún sá nokkuð af ljósgeislum en þar sem það var bara eitthvað tilfallandi var okkur sagt að taka því bara rólega. Sem við og gerðum. Skelltum okkur reyndar á réunion úr barnaskólanum hjá henni mömmu og skemmtum okkur alveg ágætlega en stoppuðum bara stutt þar við og sátum allan tímann svo það var engin á reynsla þar. Annars eru þær fréttir að allar prufurnar okkar komu bara ágætlega út miðað við aðstæður og var bara tæpur +1 af prótíni sem mældist á föstudag í staðinn fyrir plúsana 2 sem eru búnir að mælast undan farið. Svo eigum við að koma og kíkja inn á lansann aftur á morgun til að mæta í mónitor. Erum við nokkuð spennt fyrir að sjá hvort að samdrættirnir hafi eitthvað aukist því að við erum búin að vera með góðan seiðing í mjóbakinu og í lífbeini svo að vonandi er ég bara á leiðinni. Enda hefur mamma alltaf verið að tala um 19. september .... sem vill víst svo til að sé á morgun!! Spurning hvort ég eigi að vera góð/ur og hlíða henni eða ekki ... Skrifað af Bumbubúa 15.09.2005 13:23Væg meðgöngueitrunVið mamma fengum þær fréttir í dag eftir að hafa verið í mónitor uppi á lansa í allan morgun að við erum komin með væga meðgöngueitrun. Prótínið fór aftur af stað hjá okkur og mældist +2 í dag svo að við fengum það skemmtilega verkefnið að safna þvagi í 24 tíma og eigum svo að mæta aftur í DagÖnn á morgun til að skila afrakstrinum og láta mæla blóðþrýstinginn okkar. Eftir það eigum við svo að mæta í mónitor 3x í viku. Mamma vildi nú helst bara láta setja sig af stað fyrst að þetta vesen þróaðist út í þetta allta saman. Sérstaklega þar sem læknirinn sagði að meðgangan væri í rauninni sjúkdómurinn núna og að þetta hyrfi allt með fæðingu. Svo að við erum ekki alveg að fatta af hverju ég megi ekki bara fá að koma í heiminn núna fyrst við eigum bara 11 daga eftri í settan dag, eða samkvæmt mömmu og pabba bara 4 daga í settan dag. Þannig að við mamma ákváðum í sameiningu með pabba að þegar við förum í skoðun á þriðjudaginn til ljósmóðurinnar okkar að reyna að væla það út úr henni að við verðum sett af stað. Vonandi mun það virka hjá okkur en það verða meiri fréttir af því í næstu viku. Skrifað af Bumbubúa 15.09.2005 12:44
Til hamingju María með litlu dömuna. Ekkert smá myndarleg, og með þvílíkt flott hár.
Skrifað af Bumbubúa 13.09.2005 17:24
Til hamingju Jóhanna með litla herramanninn. Loksins kom lítill strákur í hópinn, gat ekki verið að við ætluðum einungins að vera stelpuhópur. Þetta er ekkert smá sætur strákur Skrifað af Bumbubúa 13.09.2005 17:19MónitorÞá erum við mamma búin í mónitor í dag. Eru reyndar nokkrir klukkutímar síðan en við fórum heim og slöppuðum af og sváfum svo í smá tíma. Eru fréttirnar þær að við erum enn með prótín í þvagi, þó bara einn plús í dag, og blóðþrýstingurinn er við hærri mörk. Ég kom alveg frábærlega út úr skoðuninni og við sáum líka að mamma er með stöðuga samdrætti á um 10 mínútna fresti, en að þeir eru reyndar enn það litlir að við tökum ekkert eftir þeim. En gott að vita að þeir séu engu að síður til staðar. Við vorum send í blóðprufu og eigum svo að koma aftur í mónitor á fimmtudaginn til að athuga hvort það séu einhverjar breytingar hjá okkur eða ekki. Skrifað af Bumbubúa 12.09.2005 16:0238 vikna skoðunVið vorum að koma heim úr skoðun frá ljósmóðurinni okkar í dag. Reyndar fengum við hana Sigrúnu þar sem Ingibjörg var eitthvað vant viðlátin. En það var allt í góðu, hún var mjög svo almennilega og alveg til í að ræða málin við okkur. Pabbi kom með í þennan tíma líka sem var mjög fínt því hann komst ekki frá í vinnu í síðustu viku. Skoðunin kom ekki alveg eins vel út og við hefuð viljað svo að það er meira eftirlit á morgun. Enn á ný á að senda mömmu upp á Dagönn þar sem hún var komin með +2 af prótíni í þvagið í dag. Einnig hafði blóðþrýstingurinn hækkar, var ekki á hættumörkum en hefur samt farið hækkandi undanfarið svo að Sigrún vildi láta fylgjast með því á morgun. Bjúgurinn er enn sem fyrr til staðar og ef eitthvað er eykst hann bara á fótunum hjá henni mömmu. En góðu fréttirnar úr skoðuninni eru þær að ég kom alla vegna vel út, þ.e. góður hjartsláttur og hreyfingar eins og venjulega. Legbotninn virðist hafa stækkað þó nokkuð mikið hjá okkur í síðustu viku, eða farið úr 37cm í 39,5cm sem er nú nokkuð mikið stökk á milli vikna. Sérstaklega líka þar sem hann á að vilja vikunum svo að tæknilega séð ættum við að vera circa í 38 cm. En Sigrún hafði engar áhyggjur af því. Kannski ég hafi bara verið að teygja vel úr mér. Henni fannst nú mjög ólíklegt að við mamma myndum fara fram yfir þegar prótínið er farið að fara svona af stað, og ef þessir plúsar viðhaldast eitthvað að þá eru bara meiri líkur á að við mamma séu sett af stað heldur en að við séum látin bíða. En það kemur allt betur í ljós eftir skoðunina á morgun. Skrifað af Bumbubúa 12.09.2005 15:54Draumar og myndirÞá er búið að setja inn nýjar myndir af mér, eða það er að segja af kúlunni hennar mömmu og híbýlunum mínum. Er nú farið að sjá þokkalega á okkur en svo má nú líka vera þegar maður á bara 2 vikur eftir. Ömmu dreymdi mjög skemmtilega draum í nótt, og það var að hún hefið fengið SMS frá pabba sem sagði að ég færi komin/n í heiminn með mikið hár og fallegar hvítar tennur. Hvað svo sem það þýðir, en hljómar vel. Skrifað af Bumbubúa 11.09.2005 14:01Allt í platiMamma vaknaði upp um klukkan 3:10 í morgun við samdráttarverki sem voru nú ívið sterkari heldur en við höfum vanist hingað til. Svo að hún fór nú að fylgjast eitthvað með þessu. Þeir urðu nú nokkuð reglulegir og voru svona á circa 8-9 mínútna fresti. En eftir tvo tíma, eða rétt upp úr 5 var bara allt saman búið og síðan þá höfum við verið vör við voðalega lítið. Mamma sem var svo viss að ég væri að fara að koma í heiminn. Hún er reyndar núna um 2 leitið farin að finna aftur eitthvað svo að það er aldrei að vita nema að ég kíkji í heiminn aðeins á undan áætlun. Skrifað af Bumbubúa 06.09.2005 18:4737 vikna skoðunVið mamma fórum í 37 vikna skoðunina í dag og komum bara mjög vel út. Mamma búin að léttast um 1.5 kg sem reyndar gæti verið að nokkru leyti út af mismunandi viktum sem hafa verið notaðar undanfarið á meðan Ingibjörg var í fríi en það lítur samt alltaf vel út. Blóðþrýstingurinn hefur aðeins farið upp en ekkert til að hafa áhyggjur af og ekkert prótín í þetta skiptið. Hjartslátturinn minn var bara alveg frábær og ég hreyfið mig meira að segja fyrir hana Ingibjörgu en hef nú ekki gert mikið af því hingað til. Einnig er ég alveg komin/n í höfuðstöðu og er víst næsta stoppustöð bara út! Ingibjörg sagði við mömmu að það myndi koma henni nokkuð á óvart ef við myndum sjá setta dagsettningu og að það kæmi henni enn meira á óvart ég við færum fram í október. Svo giskaði hún á að ég yrði svona meðal kríli, eða um 15 merkur eða svo og kannski 52 eða 53 sentimetrar. Ekki amarleg stærð svona miðað við að pabbi var 18 merkur svo að mamma er mjög svo fegin. Þó svo að við vitum að þessar áætlanir geti verið alveg út úr kú. Skrifað af Bumbubúa
Flettingar í dag: 832 Gestir í dag: 258 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29587 Samtals gestir: 10003 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 22:51:12 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is