Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Færslur: 2005 Október30.10.2005 13:53BílslysÉg lenti í mínu fyrsta, og vonandi seinasta, bílslysi í gærkvöldi. Ég var að keyra með mömmu, pabba og Árna frænda heim úr matarboði og við vorum að fara yfir gatnamót þegar jeppi kom á fleygi ferð og klessti inn í vinstri farþegarhurðina aftan á. Sem vildi svo til að það var hliðin sem ég sat við. Hafði ég verið ný sofnaður eftir nokkuð slæmt magakrampa kast og vaknaði upp hágrátandi og nokkuð reiður líka yfir látunum. Brotnaði glugginn sem var hjá mér svo að ég og bílstóllinn minn vorum allir útataði í glerbrotum. En sem betur fer höfðu mamma og pabbi sett teppið mitt yfir mig svo að ég var að mestu hluinn. Slapp ég mjög svo vel og sér ekki á mér. Það sem gerðist var að það var eitthvert strákfífl - mamma og pabbi kalla hann miklu strautlegri nöfnum en það - sem svínaði á bíl sem var að keyra í suðurátt, sá sveigði frá til strákfíflinu með þeim afleiðingum að bílinn rakst utan í jeppa sem var á hinni akgreininni, og eftir að hafa rekist á jeppann endaði bílinn á ljósastaur sem kom vel inn í húddið á bílnum. Jeppinn kastaðist á fullri ferð upp á umferðareyjuna og yfir, klessti á okkar hlið áður en hann endaði uppi á gangstétt. Það var hjúkrunarfræðingur sem stoppaði strax eftir áreksturinn og kom og kíkti til okkar og var hún hjá mér alveg þangað til að sjúkrabílinn kom til að fara með okkur upp á bráðavaktina. En sem betur fer gengu allir út úr bílunum svo að það voru engin mikil eða slæm meiðsli. Mömmu og pabba mun ekki koma á óvart ef bílinn er dæmdur ónýtur, ætla þau reyndar að fara fram á að fá ekki þennan bíl til baka þar sem hann var bara 2 mánaða og verður aldrei eins og nýr aftur. En vinstra dekkið gekk undir bílinn og það hægra gekk út hinum megin svo að undirvagninn er eflaust mjög skakkur og laskaður. Ég fékk að sofa inni hjá ömmu og afa í nótt svo að mamma og pabbi gætu hvílt sig alveg án þess að hafa áhyggjur af mér. Og svaf ég bara til 8 í morgun og er amma búin að dúllast með mig síðan, en þar sem mamma og pabbi eru nokkuð aum í bakinu er ekki gott að þau séu að burðast með mig alveg strax. Skrifað af Sebastían 27.10.2005 23:41SkórÞá er komið að því ég er búinn að vaxa upp úr fyrstu skónum mínum. Því
miður þá eru flottu Adidas skórnir mínir sem hafði verið vonast til að
ég gæti notað í einhvern tíma orðnir of litlir. En sem betur fer þá á
ég annað skó par sem er reyndar aðeins of stórt en get samt alveg notað
það í skírninni minni. Mömmu fannst það ekkert smá sorglegt að ég væri
strax búinn að vaxa upp úr einhverju svona ofboðslega fljótt, hún tók
það nú ekki nærri sér þegar fötin mín fóru að vera of lítil en þetta
fanst henni einhvern vegin vera miklu stærri áfangi og að ég sé að
verða stór. Pabbi sýndi henni nú bara lappirnar á sér og spurði hvort
það kæmi henni á óvart að ég yxi upp úr skónum mínum hratt!! Skrifað af Sebastían 26.10.2005 19:09Tíminn minn í dagÉg fór í dag til homeopathans og leið mér mjög svo vel á meðann hann
þrýsti á einhverja punkta á bæði bakinu og maganum mínum. Vonandi
virkaði þetta allt saman, en enn sem komið er í dag er ég búinn að vera
krampalaus. Við eigum að koma aftur á mánudaginn ef tíminn í dag
virkaði ekki, en ég svo sannarlega vona að hann hafi virkað því það
væri algjör lúxus að vera krampalaus það sem eftir er. Skrifað af Sebastían 25.10.2005 10:44HomeopathyÁ morgun fer ég í homeopathy tíma, eða heilun eins og ég held það heiti á íslensku - er nú samt ekki alveg viss. Pabbi heyrði af því að það geti verið mjög gott fyrir kveisukríli að fara í homeopathy tíma, svo að hann pantaði tíma fyrir mig hjá einum slíkum og prófa ég svo kallaða Bowen tækni sem á að virka vel. Sumir meira að segja verða alveg kveisulausir og eru mamma og pabbi, og auðvitað ég sjálfur, að vona að ég verði einn af þeim krökkum. Maður er víst til í að prófa allt þegar kemur að magakrömpunum mínum, og væri auðvitað frábært að verða alveg krampalaus og losna við magakrampalyfin mín. Ef þetta virkar ekki ætlum við að prófa að fara til konu sem er bæði höfuðbeina og spjaldhryggs nuddari eða eitthvað álíka. Á hún að líka að geta gert góða hluti þegar kemur að kveisukrílum. Svo að hver veit, kannski ég verði bara kveisulaus um helgina, það væri nú frábært. Skrifað af Sebastían 25.10.2005 10:39Frábær nóttÞað var sko frábær nótt hjá okkur öllum í nótt. En við áttum það svo sem alveg skilið eftir fyrri nótt þar sem ég var mjög svo óvær að mamma og pabbi enduðu með mig á rúntinum klukkan 5 um morguninn. En í gær sofnaði ég rétt um miðnætti og svaf á mínu græna eyra til um 7 í morgun. Enda erum við öll þokkalega hress í dag. Vonandi verður þetta mynstur hjá mér og að ég fari bara að hætta þessu næturbrölti, ég get neflilega orðið svo hress um miðjar nætur og neitað að fara aftur að sofa, mömmu og pabba til mikillar mæðu. Skrifað af Sebastían 22.10.2005 15:36Nýjar myndirÞað eru komnar nýjar myndir inn í myndaalbúmið mitt. Skrifað af Sebastían 20.10.2005 15:48SkoðunHjúkrunarkonan kom og skoðaði mig í dag og var ég auðvitað eins frábær
og hægt var að búast við. Er kominn rétt uppfyrir 4900 grömm svo að ég
er að þyngst vel og ætli ég sé ekki bara að verða 57 eða 58 cm langur.
Hljómar vel. Ég var svo flottur að við ætlum ekki að hitta Sigurósk
fyrr en þegar ég fer í 6 vikna skoðunina mína 2. nóvember. En hún vildi
að mamma kæmi til sín í fyrramálið til að mæla járnmagnið hjá henni og
svo til að taka blóðþrýstinginn því að hún er búin að vera svo máttlaus
síðan á þriðjudagskvöldið og grunar Sigurósk að mömmu vanti járn. Skrifað af Sebastían 19.10.2005 13:28SundnámskeiðÉg fer bráðum að fara á sundnámskeið. Reyndar byrja ég ekki fyrr en 7. janúar en við erum búin að bóka mig í ungbarnasund hjá Sundskólanum Svamla í Grafarvogslaug. Og hlakkar mér ekkert smá til að byrja. Svo virðist sem ég verði með einhverjum að krílunum út mömmuhópnum okkur mömmu því að t.d. þá er hann Davíð Goði líka að byrja sama dag og ég. Við virðumst ætla að vera samstíga hvað varðar dagsetningar, því við vorum einmitt fæddir sama dag. Skrifað af Sebastían 18.10.2005 09:38Til hamingju með afmælið ammaHjartanlega til hamingju með afmælið Magnea amma. Hún á afmæl´í dag Skrifað af Litla Kút 17.10.2005 10:33Til hamingju með afmælið afiHjartanlega til hamingju með 50. afmælið afi Baldvin. Hann á afmæl´í dag Skrifað af Litla Kút 16.10.2005 18:53Búið að nefna migEftir nokkra umhugsun ákváðu mamma og pabbi að nefna mig áður en ég verð skírður, svona af því að skírnin mín verður væntanlega ekki fyrr en seinni partinn í nóvember og ekki get ég verið nafnlaus til 2ja mánaða aldurs! En nafnið sem þau gáfu mér er Sebastían og er ég bara nokkuð ánægður með það. Nafn þetta er fengið af borginni Sebasta sem var borg í litlu Asíu til forna og merkir nafnið maður frá Sebasta. Og fallbeygist nafið mitt svona: Skrifað af Litla Kút 15.10.2005 11:41Matthew StuartNýjasti vinur minn er kominn í heiminn. Hann Matthew Stuart fæddist í New York 10. október. Vonandi fáum við tækifæri til að hittast fljótlega. Skrifað af Litla Kút 14.10.2005 14:433ja viknaMömmu og pabba finnst alveg ótrúlegt að ég skuli vera orðinn 3ja vikna strax og velta mikið fyrir sér hvert tíminn hefur farið. En á sama tíma hlakkar þeim mjög svo til þegar ég verð aðeins eldri og get farið að halda haus alveg sjálfur - en ég stend mig ágætlega í þeim málum svona miðað við aldur, og sitja og þar fram eftir götunum. Ég held að þau séu að bíða eftir að ég fari að gera eitthvað að einhverju ráði ... en annars eru þau nú samt alveg í skýjunum þegar ég brosi framan í þau. Skrifað af Litla Kút 13.10.2005 19:03Til hamingju LovísaTil hamingju með drenginn Lovísa. Innilega velkominn í heiminn litli leikfélagi! Skrifað af Litla Kút 13.10.2005 14:13Bíðum eftir fréttum ...... frá henni Lovísu, en hún var sett í gang í gær svo að það er spennandi að fá að vita hvort ég fékk stelpuleikfélaga eða strákaleikfélaga. En hún Lovísa og bumbukrílið hennar voru seinasta holl í septembergrúppunni sem við mamma erum í, svo að nú erum við öll 13 komin í heiminn og verður glatt á hjalla þegar við komum öll saman á næstunni í fyrsta skipti. Þá verða sko teknar myndir, en elstu krílin eru núna að verða 5-6 vikna ef mamma reiknaði rétt. Skrifað af Litla Kút
Flettingar í dag: 827 Gestir í dag: 257 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29582 Samtals gestir: 10002 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 21:43:43 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is