Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

Færslur: 2005 Október

13.10.2005 14:11

Hitting hjúkrunarfræðinginn minn í dag

Hún Sigurósk hjúkrunarfræðingur kom og kíkti á mig í dag og leist henni bara aldeilis vel á mig. Og þá sérstaklega hvað ég hef þyngst því að ég þyngdist ekki nóg í síðustu viku, en núna vikta ég 4710 gr og hef því þyngst um tæp 480 gr frá því að ég fæddist. Hún sirkaði líka út að ég hef lenst um 3-4 sentemetra og er því tæpla 56-57 sentemetra langur. Ekki amarlegt finnst mér.

Við þurfum reyndar að fylgjast með naflanum mínum þar sem hún heldur að það geti verið að koma ofholdgun í hann, en það verður betur athugað í næstu viku þegar hún kemur og kíkir aftur á mig.

10.10.2005 09:09

Gangi þér vel Lovísa

Elsku Lovísa og bumbubúi, gangi ykkur vel í dag í skoðuninni og vonandi verður litla krílið komið í heiminn á morgun svo ég geti farið að leika við það fljótlega.

06.10.2005 15:05

Komnar nýjar myndir

Mamma var að bæta við fleiri nýjum myndum af mér fyrir ykkur til að skoða.

05.10.2005 15:05

Þá er það staðfest ...

... að ég er opinberlega orðinn magakrampa barn. Mömmu og pabba var vel farið að gruna það eftir undanfarnar tvær nætur og daga þar sem ég hef nokkurn vegin engst sundur og saman af magakrampakvölum og látið vel heyra í mér á meðan. Hjúkrunarkonan okkar ráðlagi mömmu og pabba að fara með mig niður á Domus Medica í dag til að hitta lækni og var það hann sem staðfesti þessar fregnir. Honum fannst ég nokkuð krampakendur svo að hann lét mig fá mixtúru sem ég á að taka inn 3x á dag og það á vonandi að hjálpa til við að róa magann minn og minnka krampana eitthvað. Og svo vonandi gengur þetta nú yfir tiltölulega fljótt en að sögn læknisins er þetta yfirleitt búið um 3ja mánaða aldurinn. Ætli mamma og pabbi fái ekki bara að sofa almennilega á nýju ári!! Þau sem voru svo montin yfir því að ég hefði verið svo duglegur að sofa fyrstu dagana mína.

05.10.2005 14:20

Til hamingju með afmælið Andrea frænka

hjartalina.gif

Hún Andrea stóra frænka á sko afmæli í dag, er orðin 2ja ára!!

Innilega til hamingju með afmælið elsku Andrea.
Knús kveðjur, Litli Kútur litli frændi

03.10.2005 21:02

Skoðun í dag

Sigurósk hjúkrunarfræðingur kom heim í dag til að skoða mig og virðist ég bara braggst mjög svo vel og hef meira að segja komist fram úr fæðingarþyngd minni. Er sko orðin heil 4310 gr. Ekki amarlegt! Bara 80 gr. meira en ég viktaði þegar ég fæddist. Það verður gaman að komast að því hvað ég muni koma til með að vikta þegar hún kemur til okkar á mánudaginn í næstu viku.

Núna er mér gefið að borða á 3ja tíma fresti nema á nóttunni. Þá fæ ég að sofa þangað til að ég vakna sjálfur. En ég vanalega sef í um 4-5 tíma og svo aftur í 4-5 tíma svo að næturnar virðast vera í góðu lagi hjá okkur. Vonandi haldast þær bara þannig áfram.

01.10.2005 10:35

Þá er ég orðinn viku gamall

Mamma og pabbi trúa því varla að ég sé orðinn svona stór! Og finnst þeim alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Við mamma sitjum hérna í tölvunni og er ég búinn að vera ofboðslega duglegur og góður. En í nótt var einmitt mjög góð nótt hjá okkur öllum. Ég var stein sofandi um 11 leitið og svaf til klukkan korter í fjögur til að fá mér að borða, og vorum við öll steinsofandi aftur um fimm leitið og sváfum til klukkan níu. svo að vonandi er ég kominn í fasta routínu núna hvað varðar næturnar. Mömmu og pabba til mikillar ánægju. En núna þarf ég að fara að láta leggja mig í vögguna mínaví ég er alveg að sofna.

bestu kveðjur,
Litli Kútur

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar