Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Færslur: 2005 Desember27.12.2005 22:16Á leið til útlandaNúna erum við alveg tilbúin til að bregða okkur til Danmerkur í fyrramálið. Búið að pakka öllu og töskurnar bíða eftir að sér verði lokað í fyrramálið. Við þurfum að vakna klukkan 4:30 og leggja í hann ekki seinna en 5:15 því að vélin okkar fer í loftið klukkan 8 og lendum við í Kaupmannahöfn klukkan 12. Hann Klemens afi ætlar að koma og sækja okkur og verður voðalega gaman að sjá hann of hana Heidi ömmu líka í fyrsta skiptið. Annars vildi ég óska ykkur öllum farsæls komandi nýs árs. Skrifað af Sebastían 23.12.2005 22:45Gleðileg JólGleðileg jól kæru vinur og vandamenn. Vonandi eigið þið ánægjulega hátíð og farsælt komandi nýtt ár. knúsi kveðjur, Sebastían Jóhann Skrifað af Sebastían 23.12.2005 22:453ja mánaða gamallNú hef ég náð þeim árangri að verða þriggja mánaða gamall. Hélt ég upp á daginn með því að borða heila krukku af bananamauk .... sem reyndar fór svo ekki nógu vel í mallann minn svo að ætli ég haldi mig ekki frá bönunum um einhvern tíma!! Skrifað af Sebastían 22.12.2005 11:063ja mánaðaskoðunÞá er fyrsta sprautan mín búin og stóð ég mig mjög svo vel, eða bara alveg eins og hetja eins og mamma og pabbi sögðu. Ég var nú reyndar búinn að fá smá æfingu því að ég fór til ofnæmislæknis fyrr um morguninn og kroppaði hann í mig 8 sinnum til að athuga með bráðaofnæmi fyrir prótíni. Kom það í ljós að ég er ekki með bráðaofnæmi, heldur bara óþol sem er miklu betra því það eldist yfirleitt af krökkum. Ég tók ekki eftir neinu þegar læknirinn var að kroppa í mig, og kvartaði ekki neitt fyrr en hann þurkaði dropana af hendinni minni í lok prófsins. Svo seinni partinn í gær fór ég í 3ja mánaðaskoðunina og er orðinn 6520 gr og 60,5 cm. Hefur aðeins hægst á mér - ég beygði aðeins út af kúrfunni minni - og vildi hjúkrunarfræðingurinn að ég kæmi í 4ra mánaða skoðun líka því henni fannst aðeins og langt í 5 mánaða skoðunina. Talaði hún og læknirinn um að það hefði sennilega bara hægst á mér svona vegna vesenisins með mjólkina. En að öðru leiti var ég bara mjög svo flottur strákur og allir ánægðir í alla staði með mig. Í auku krækti ég mér í ælupest í gær og kastaði vel upp, en hún var búin um kvöldmat og svaf ég í um 10 tíma í nótt í staðinn. Var alveg uppgefinn eftir allt erfiðið í gær. Helstu fréttir annars eru þær að ég er kominn með vegabréf og er því orðinn gjaldgengur fyrir ferðalög. Passinn minn gildir sko í heil fimm ár, það finnst mömmu og pabba algjör brandari!! Skrifað af Sebastían 20.12.2005 22:49Útaf leikteppinuMér virðist liggja þessi reiðinar bísn á að verða stór, því ég er alltaf að sperra mig eitthvað hingað og þangað. Til að mynda er ég ánægðastur ef ég fæ að sitja eða að standa, mesta frúttið er auðvitað að fá að standa :-) Annars er það helst af mér að frétta að ég hef tekið þá ákvörðun að fara að velta mér! Og hóst sú fyrsta veltiferð í dag og fór ég útaf leikteppinu mínu. Hendin er að vísu fyrir mér þannig að þegar ég sveifla fótunum og næ nógu góðri sveiflu til að komast upp á hliðina, en ég verð ábyggilega fljótur að uppgvöta hvernig ég kemst fram hjá henni. Svo á morgun fer ég á morgun til ofnæmislæknisins og í 3ja mánaðaskoðun og mína fyrstu sprautu. En meira um það á morgun. Skrifað af Sebastían 07.12.2005 21:43Á að fara að borða fasta fæðuPabbi fór með mig til læknisins í dag og gaf hann okkur upp upplýsingar um ofnæmislækni sem við eigum að panta tíma hjá fyrir mig til að fá laktósa ofnæmið staðfest. Læknirinn sagði að þetta gæti verið eitthvað sem gæti verið búið um 6 mánaða aldur eða eitthvað sem ég væri með það sem eftir er. Einnig sagði hann pabba að ég ætti bara að fara að borða fasta fæðu til að taka inn næringuna mína, svo á ég að reyna að vera duglegur að drekka soja mjólkina þó svo að mér þykir hún vond. Svo að í kvöld fékk ég slatta af sveskjumauk og mér finnst hann alveg ofboðslega góður. Verður spennandi að fá að vita hvað ég fæ að smakka á morgun :-) Nýjustu fréttinar af mömmu eru þær að hún er á sýkjalyfjum til að reyna að sporna við sýkingunni sem hún er með í blóðinu og að hún fór aftur í blóðprufu í morgun. Vonandi eru einhverjar jákvæðar breytingar úr henni. Annars sést hún varla heima þessa dagana því að hún er að fara í lokapróf á morgun og býr nánast uppi á Þjóðarbókhlöðu, en ég fæ að hafa hana alveg út af fyrir mig frá og með kvöldinu á morgun. Svo förum við aftur út að labba með Heiðu og Elís Mána á föstudaginn og hlakkar bæði mér og mömmu þó nokkuð til þess en við höfum ekki farið út að labba síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. Og svo er auðvitað hittingur í septemberhópnum okkar á miðvikudaginn og verður ógurlega gaman að hitta allar mömmurnar og krílin aftur. Ætli þau séu ekki orðin ógurlega stór öll saman! Skrifað af Sebastían 06.12.2005 11:46Mjólkurvesenið mittPabbi talaði við barnalækninn minn í gær og hann sagði okkur að prófa aftur SMA mjólkina sem ég var á fyrst og sjá hvort að ég myndi skila henni eins og Mamex mjólkinni. Ég var sko mjög glaður að fá SMA mjólkina aftur því að mér fannst hún svo ofboðslega góð. Enda var ég mjög duglegur að drekka í gærkvöldi og í morgun, en í morgun kom mjólkin öll til baka í einni gusu svo að staðan er sú núna að eingöngu soja mjólkin tollir ofan í mér. En í staðinn finnst mér hún ógurlega vond og vill helst ekki drekka hana, svo að það er nokkur barátta á milli mömmu og pabba og mín hvað varðar matinn. Svo fengum við þær leyðindarfréttir áðan að mamma er að öllum líkindum með barnsfararsótt. En hún fór í blóðprufu í gær og voru niðurstöðurnar þær að hún er með einhverja smá sýkingu í blóði sem er að öllum líkindum leifar frá fæðingunni og á hún að fara á sýklalyf til að reyna að sporna við þessu og svo að fara aftur í blóðprufu á morgun. Ég er sko ekkert sáttur við þetta próf stúss í henni mömmu og vill ekkert að hún sé að lesa heima, svo að alltaf þegar hún gerir tilraun til að lesa fer ég að æsa mig eitthvað svo hún þurfi að sinna mér. Svo að hún tók upp á því að fara og læra á Þjóðarbókhlöðunni fyrir prófið sem hún fer í á fimmtudaginn. Og á morgun og fimmtudag ætlar pabbi að vera heima með mér allan daginn svo að mamma geti lesið. Skrifað af Sebastían 02.12.2005 20:11Búinn að fara upp á Domus Medicaog barnalæknirinn sem skoðaði mig taldi að ég væri mjög líklega með mjólkuróþol og ráðlagði mömmu og pabba að skipta yfir í sojamjólk og sjá hvort að ég lagist ekki við það. Ef ég hef ekki breyst neitt yfir helgina eiga þau að tala aftur við barnalækninn minn og þá þarf að athuga eitthvað fleira, en vonandi leysist þetta bara allt saman hjá mér núna með nýrri mjólk. Skrifað af Sebastían 02.12.2005 09:52AukaviktunMamma talaði við hjúkrunarfræðinginn sem hefur verið með mig í ungbarnaeftiritnu í gær og ræddi við hana að henni finnst ég ekki vera að drekka nóg því að ég er að taka inn mun minna en ég hef verið að gera og hef líka verið að skila heilum helling til baka. Svo að þær ákváðu að ég ætti að koma inn í viktun í morgun sem við gerðum. Á föstudaginn í síðustu viku var ég 6075 gr en núna var ég bara 6080 gr svo að ég hef bara þyngst um 5 gr á einni viku, sem er auðvitað alltof lítið þar sem ég á að þyngjast um 150 gr á viku eða svo. Svo að hjúkrunarfræðingurinn sagði mömmu að fá tíma niður á Domus Medica fyrir mig til að láta barnalækni athuga með mig, hvort ég sé bara með pest sem gangi yfir eða hvort að ég gæti t.d. verið með bakflæði - en hjúkrunarfræðingurinn minntist einmitt á það. Vonu bara að svo sé ekki! Skrifað af Sebastían
Flettingar í dag: 505 Gestir í dag: 155 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29260 Samtals gestir: 9900 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is