Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

Færslur: 2006 Janúar

23.01.2006 15:10

Helgaruppfærsla :-)

Á laugardaginn fór ég í annan sundtímann minn og skemmti mér mjög svo vel. Var reyndar ekki alveg að vilja gera æfingarnar sem við áttum að vera að gera svo ég kvartaði sáran. Svo talaði mamma við Ólaf Þór sundkennara og hann sýndi henni hvernig á að dýfa mér í kaf, þá kvartaði ég svo sannarlega hátt og mikið!! Þóttist vera mjör svo reiður en ætli þetta sé ekki mest megnis leikaraskapur. Mamma dýfði mér svo tvisvar í viðbót í kaf og varð þ að nú betra í seinasta skiptið þó svo ég hafi kvartað hátt og mikið.

Núna er ég farinn að sofna sjálfur og var nú ekki sáttur við það á laugardagskvöldið og ekki var ég sáttari í gær þegar kom að því að sofna. En það tók mig bara um 30 mínútur að sofna og svaf ég alveg í einum dúr frá 9 í gærkvöldi og til 7:30 í morgun.

Og svo það sem við mamma vorum ánægðust með var við fórum út að labba í morgun með Heiðu og Elís Mána. Ohh hvað það var gott að fara út að labba. Svo er ég núna að lúlla úti í vagni í fyrsta skipti sem ég sef úti án þess að vera labbandi og mér virðist bara líka það mjög vel.

Svo á hún amma Sigrún afmæli í dag :-)
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ AMMA

20.01.2006 20:45

4ra mánaða skoðun og krílahittingur

Í dag fór ég í 4ra mánaðaskoðun og er ég orðinn 63,5 cm langur og 6780 gr. Hef ekki þyngst alveg nógu mikið á þessum mánuði en það gæti aðallega verið vegna þess að ég var lasinn í viku. En ég ætla að reyna að bæta mér það upp, og byrjaði bara strax í dag. Át heila skál af hafragraut með sveskjum og svo tvær krukkur af mat í kvöldmat.

Svo seinni partinn fór ég og mamma í krílahitting að hitta alla krakkana og mömmurnar auðvitað líka. Var mjög gaman en við ég nánast rak mömmu út því ég var orðinn svo svangur á hávær að það var varla hægt að tala saman fyrir mér.

Mamma er búin að setja inn myndir af hittingnum og svo nokkrar janúar myndir í viðbót.

16.01.2006 15:29

Sýklabæli!

Þetta er sko sannkallað sýklabæli hjá okkur. Pabbi veiktist 7. janúar og varð loksins frískur núna á föstudaginn. Ég varð veikur á miðvikudaginn og svo mamma hægt og rólega síðan á fimmtudaginn. Fór hann pabbi minn til læknis á miðvikudaginn og var settur á bólgueyðandi og sýklalyf, á laugardaginn fóru mamma og pabbi með mig því ég var búinn að vera með hita, allt upp að 38,4°C, annaðslagið síðan á fimmtudag og hóstinn minn var blautur og ljótur. En góði læknirinn sem skoðaði mig vildi meina að ég væri bara með flensu og engann RS vírus sem mamma og pabbi voru ekkert smááænægð að heyra. Svo fór hún mamma upp á læknavakt í gær og fékk bólgueyðandi því hún var með svo mikla beinverki í andlitnu. Við mamma vorum svo með nokkurn hita í nótt, en ég var með 38,2°C en mamma með 38,7°C. En við virðumst bæði vera orðin hitalaus núna, en ég var með 37,7°C áðan þegar ég var mældur og er ég nú hitastigið mitt yfirleitt um 37,3 - 4°C svo að ég er bara með nokkrar kommur núna. Sem er fínt, því ég þarf að verða hress fyrir 4ra mánaða skoðunina mína á föstudaginn og svo er líka krílahittingur á föstudaginn og okkur mömmu dauðlangar til að fara. En það kemur allt saman í ljós.

Vonandi er nú þessi pest að ganga yfir hjá okkur því mig langar svo að fara í sundið á laugardaginn, en afi greyið virðist vera að leggjast í hana :-(

Passið ykkur á influensunni, hún er sko ekkert skemmtileg!

08.01.2006 11:46

Sundkappi

Ég fór í fyrsta sundtímann minn í gær í Grafarvogslaug, en sundskólinn minn heitir Svamli. Skemmti ég mér mjög vel og var voðalega duglegur. Fór ekki einu sinni að gráta í lauginni, kvartaði reyndar kröftulega einu sinni en stóð mig annars eins og hetja. Davíð Goði vinur minn er með mér í sundi og stóð hann sig líka mjög vel. Og vorum við ekkert smá flottir á sundskílunum.

Pabbi var því miður lasinn svo að hann kemur bara með næst. Mamma og pabbi ætla líka að taka þá myndir af mér í sundinu svo að þá fáið þið að sjá hvað ég er flottur sundkappi.

03.01.2006 00:21

Til hamingju með nöfnin ....

.... kæru frænkur.

Nýjustu meðlimirnir í fjölskyldunni þær Iðunn María og Bergþóra Lind voru skírðar 30. og 31. desember og langaði mig til að segja hjartanlega til hamingju með nöfnin ykkar.

Svo fengu tvíburnarir líka nöfnin sín á Gamlársdag og heita þau Arnór Steinn og Berglind Björt. Voða flott og fín nöfn þar á ferð líka. Til hamingju til ykkar líka.

02.01.2006 20:03

Gleðilegt nýtt ár

Þá er víst árið 2006 hafið! Hjómar ansi stórt ... alla vegna að mínu mati. Vonandi hafið þitt átt góð jól og að áramótin hafi gengið friðsamlega um garð hjá ykkur.

Við mamma og pabbi lentum í gærkvöldi og var ég rétt kominn heim um miðnætti og var strax drifinn í náttföt og að fékk pelann minn til að reyna að sofna því að flugið heim var ekki eins þægilegt og flugið út. En á leiðinni út var ég algjör engill og svaf alla leiðina nema að ég vaknað aðeins til að fá mér að borða og spjalla. En aftur á móti á leiðinni heim vaknaði ég á flugvellinum alveg glorsoltinn og var vakandi þangað til um 20 mínútum fyrir lendingu. Grét ég mest allt flugið og vorum við víst fjölskyldan sem allir vonast til að sitja ekki nálægt í vélinni ..... Eins og að gráturinn í vélinni hafi ekki verið nóg ældi ég yfir mömmu svo að bolurinn hennar var alveg rennandi blautur svo að sem betur fer var mamma í öðrum bol undir svo að hún þurfti ekki að sitja blaut alla leiðina heim. Svo þegar ég róaðist fékk ég smá ferskjumauk sem ég var mjög ánægður með. En þegar ég var ekki sáttur lengur spíti ég öllum grautnum sem ég var með í munninum út úr mér og lenti slatti af því í hárinu á stráknum sem sat fyrir framan okkur!!

Ég upplifði mín fyrstu áramót í Danmörku, en tók nú reyndar ekki mikinn þátt í því húllumhæji því að ég grét mest allt kvöldið og tóku mamma og pabbi vaktaskipti með mér inni í herbergi frá klukkan 6 og til 1 eftir miðnætti þegar ég lognaðist út af.

En það var mjög gaman að hitta afa og ömmu og alla frændur mína í Danmörku. Þetta var í fyrsta skipti í 11 ár sem pabbi og bræðurinar hans fimm voru allir á sama stað svo að það var mikið fjör. Mamma var líka að hitta Martin bróðir hans pabba í fyrsta skiptið, og hann var með nýju kærustuna sína líka en hún verður í Grænlandi í 8 vikur við að kenna en hún er að læra að vera kennari. Og við ætlum kannski að reyna að fara að heimsækja þau í langa helgi næsta haust. Það ætti nú að vera mjög gaman því okkur öllum langar að fara til Grænlands.

Núna 12. febrúar er Martin að fara til Íraks og verður hann þar í 6 mánuði. Vonandi líður sá tími hratt og hann verður kominn heill heim áður en við vitum af. Það að vita að hann sé að fara þangað niðureftir flutti stríðið þó nokkuð nær okkur öllu. Kannski ekki beint mér þar sem ég skil ekki alveg hvað er í gangi en ég heyrði mömmu og pabba tala um það!

  • 1
Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29260
Samtals gestir: 9900
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08

Eldra efni

Tenglar