Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

Færslur: 2006 Maí

29.05.2006 13:23

Stór strákur

Jæja þá er víst komið að því að ég farið á leikskóla en ég mun byrja í aðlögun á þriðjudaginn í næstu viku eða 6. júní. En ég mun vera á leikskólanum Sólgarði og vonandi mun ég geta verið á sömu deild og Valur sem með mér í septemberhóp. Annars verða fleiri upplýsingar um leikskólaupplifunina mína í næstu viku.

Annars gleymdum við að segja frá skoðuninni minni sem fór mjög vel. Vikta ég núna 9420 gröm og mældist 70,5 cm en hjúkrunarfræðingurinn sagði við mömmu og pabba að þau mættu bæta viðsvona 1 -1,5 cm við þar sem ég algjörlega neitaði að hafa háls. Þ.e. að ég setti alltaf magann niður á nafla ...

23.05.2006 07:56

8 mánaða töffari: ætli eitthvað sé í gangi og fyrsta óóið

Nú er ég víst orðinn átta mánaða, jæja ekki alveg ... verið víst ekki átta mánaða fyrr en rétt fyrir hálf sjö í kvöld en það er svo sem ekkert nema aukaatriði . Það er mikill spenningur hérna heima fyrir næstu skoðun hjá mér, en hún verður á föstudaginn. Mamma og pabbi eru að giska á að ég sé 10 kg og 72 cm. Núna bíðum við bara og sjáum hvort að þau hafi rétt fyrir sér!

Ég er orðinn voðalega duglegur að dunda mér á gólfinu, fékk gömlu trépúslin hennar mömmu og gamlann tré vagn með trékubbum á og skemmti mér alveg gífurlega vel með það allt saman. Reyndar er snuddubandið mitt alltaf mjög svo spennandi hlutur. En mottan mín er það all mesta skemmtun, og veit ég fátt betra en að rífa hana alla í sundur dreifa út um allt gólf, en hún er jú líka fín til nögunnar!

Það er jú spurning, er ég alla vegna farinn að gera mig mjög svo tilbúinn til að fara á ferð.

Mikið er velt fyri sér núna hvort að ég ætli að skíða eftir allt saman. En eyði ég orðið miklum hluta af deginum uppi á tánum, en það skapar stundum þónokkrum pirring því að ég kemst svo ekkert áfram og er ég alls ekki sáttur við það. Finnst auðvitað að ég eigi að komast allt sem ég vill. Ég geri það nú reyndar, en það er í formi rúlli, og kemst hratt og flótt yfir þannig.

En í gær var hún mamma með mér á gólfinu að leika við mig og lá hún á hliðinni, var ég ekki að fúsa mér við að rúlla mér að henni og tosaði mig upp á hnéin og svo alla leið upp á tær. Stóð reyndar mjög völtum fótum og datt svo á bottninn. Varð svo ekkert meira úr þessum uppstigum hjá mér í gær. Svo þegar ég vaknaði í morgun og var kominn upp í mömmu og pabba rúm, varð ég auðvitað að gera þetta allt saman upp á nýtt og stóð voðalega montinn í aðeins lengur tíma en í gær og datt svo hlægjandi til hliðar.

Svo kom fyrsta óóið mitt í gær. Var að standa og var verið að laga buxurnar mínar, en ég var svo fljótur að snúa upp á mig að ég datt aftur fyrir mig og datt beint á hnakkann. En það var fjótt að lagast þegar hann Lúlli-nn minn kom og bjargaði málunum. Lúlli bangsi er alltaf góður við mig.

21.05.2006 15:31

Kúkur í lauginni

Það er jú sunnudaguri í dag svo að þá eru hinir geisilega spennandi sundtímar hjá mér. Mæti ég klukkan 9:45 og finnst alveg æðislega gamann. Orðinn voðalega brattur og duglegur að kafa. Og svo gott sem hættur að kvarta, ég öskra í það minnsta ekki lengur. Fannst Óla sundkennara ég vera orðinn svo duglegur að ný þyrfti að fara að kenna mér "já" og "nei" hvað varðar að sitja á kanntinum og koma út í laugina. Ég sit nefnilega núna og fikra mig hægt og rólega nær og er svo augljóslega búinn að ákveðja mig löngur áður en ég fer útí að ég ætla að dýfa mér.

En svo gerði ég nokkuð óó í sundi í dag! Og hafi nú ekki mikið fyrir því, heldur kúkaði ég bara í laugina. Var því tekinn upp úr og þrifinn, einungis til að koma aftur ofan í og kúka svo upp á nýtt í lok tímanns  

14.05.2006 19:23

Sundkappi

Þetta er nú búin að vera ein heljarinnar sundhelgi hjá mér. Í gær skelltum við mamma okkur í sund með Davíð Goða og mömmu hans og skemmtum okkur alveg ágætlega. Við félagarnir fengum þær gömlu til að fara með okkur í útilaugina og var heitapotturinn með búblunum ekkert smá spennandi og hlógum við líka vel þegar þangað var komið.

Svo var sundtími í dag og hef ég bara sjaldan verið eins duglegur og í dag. Ég greinilega hef lært eitthvað í sundi því að þegar ég fékk að sitja á bakkanum hreinlega neitaði ég bara áð hreyfa mig og hætta á að ég myndi detta útí! Fannst mömmu og pabba þetta alveg gífurlega fyndið hvað ég var sposkur á bakkanum. En svo fírraði ég mér bara útí og var mjög svo duglegur að kafa þar sem eftir lifði tímans, ásamt því að nú komu engin hávaða öskur né neitt. Ég kvartaði eitthvað smá en ekki þannig að það heyrðist í mér fram í afgreiðslu!

Núna er ég líka orðinn flottur eftir allt þetta sund. Kominn með smá lit og meira að segja oggu pínu sundbuxnafar. Er meira að segja orðinn brúnni heldur en hann pabbi ... það að vísu þurfti nú ekki mikið til.

05.05.2006 08:49

Góða ferð mamma

Við pabbi verðum bara tveir heima um helgina, því að hún mamma er að fljúga til Manchester seinna í dag. En hún ætlar að vera þar fram á mánudag að heimsækja vinkonu sína.

Eins mikið og ég á eftir að sakna hennar held ég að hún eigi eftir að sakna mín miklu meira. Hún tók meira að segja einn af böngsunum mínum með sér ..... skrítin !!!

Annars vildi ég bara segja GÓÐA FERÐ MAMMA

03.05.2006 14:41

Nýjar myndir

Þá er hún mamma loksins búin að setja inn nýjar myndir á síðuna hjá mér svo endilega kíkið á hvað ég er orðinn flottur 
  • 1
Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29260
Samtals gestir: 9900
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08

Eldra efni

Tenglar