Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

Færslur: 2006 Júlí

24.07.2006 13:07

Standandi strákur

Ég stóð sko alveg óstuddur í morgun og svo búinn að gera það nokkrum sinnum núna í hádeginu. Voðalega góður með mig

23.07.2006 20:57

10 mánaða töffari

Ég var 10 mánaða í dag og er því orðið voðalega stór
Enda er ég alltaf að sýna fólki hvað ég er stór með því að reisa hendurnar upp í loft í tíma og í ótíma og svo auðvita líka þegar ég er spurður hvað ég er stór.

Mamma var að segja mér að hann Máni vinur minn væri kominn heim úr ferðalaginu sínu og fannst mér það ekki slæmar fréttir, enda hlakkar mig mjög til að hitta hann fljótlega aftur. En Davíð Goði vinur minn fer aftur á móti til útlanda á morgun ef við mamma munum rétt svo að það er eitthver tími þangað til að ég hitti hann aftur.

Á þriðjudaginn er í að fara í smá ferðalag sjálfur, ég er að fara með ömmu og afa upp í sumarbústað og ætla að gista hjá þeim í nokkra daga á meðann pabbi er í vinnunni og mamma að skrifa ritgerðina sína. Það verður eflaust skrítið en alveg ábyggilega voðalega gaman, ég ætla nefnilega að hjálpa afa að mála viðarpallinn. Eins gott að hafa góðann verkstjóra!

12.07.2006 11:35

10 mánaða skoðun

Í morgun fór ég í 10 mánaða skoðun og mældist ég 73 cm langur og 9690 gr. Hafði því bara þyngst um rétt tæp 300 grömm. Enda er ég búinn að vera lasinn meira og minna allan júní mánuð. En núna ætla ég að vera duglegur að borða því ég fer í aukaviktun þegar ég er 11 mánaða gamall til að athuga hvort ég sé ekki að koma mér á rétt ról.

Annars fór ég aftur á leikskólann í morgunn og grét bara ekki neitt þegar Agga tók við mér og fór með mig inn á leikskólann, en ég verð bara stutt þar í dag eða frá 11 til 3:30 því hún amma ætlar að sækja mig á eftir og þá ætla ég á smá flakk með henni.

11.07.2006 11:53

Eyrnabólga

Mamma fór með mig til læknisins í gær til að kíkja í eyrun mín og í stað þess að vera bara með vökva í hægra eyra eins og í síðustu viku er ég núna með vökva í báðum og þó nokkra mikla bólgur í hægra eyra en minni bólgur í vinstra eyra svo að lyfið sem ég fékk virðist ekki hafa virkað mikið fyrir mig. Læknirinn lét mig fá nýtt lyf og vonandi virkar það mun betur. Ég á að koma aftur í næstu viku þegar kúrinn minn er búinn hvort að bólgurnar séu ekki búnar.

Ég var því heima með mömmu aftur í dag en ætla á leikskólann, að öllu óbreyttu, á morgun. Reyndar ekki fyrr en rétt um 11 leitið því að ég fer í 10 mánaða skoðun á morgun. Mamma og pabbi eru mjög spennt fyrir því að fá að vita hversu langur og þungur ég er orðinn.

09.07.2006 16:18

Gmail

Þá er ég orðinn rafrænn. Er kominn með gmail or er netfangið mitt SebastianJEinarsson@gmail.com

08.07.2006 20:34

Nýjar myndir og bæjarferð

Mamma var að klára að henda inn myndum sem hafa verið teknar núna í júlí svo endilega kíkjið á myndirnar mínar.

Annars fór ég og mamma með Heiðu og Mána niður í bæ því við ætluðum að fara að fylgjast með Blátt Áfram hlaupinu. En þar sem mamma og Heiða eru báðar í Boot Camp og þjálfararnir þeirra voru þeir sem ákváðu að hlaupa 100 km frá Hellu og niður á Hafnarbakkann, ákváðu þær að fara og styðja kappana. Og biðum við eftir þeim við Höfðabakkann og var mikið fjör þegar þeir hlupu í hlaðið og stoppuðu í nokkrar mínútúr. Þegar þeir höfðu hlaupið aftur af stað keyrðum við Máni með mömmum okkar niður í bæ og stoppuðum á Subway í hádegismat og lá leiðin okkar svo niður á Hafnarbakkann en vorum við aðeins og lengi á leiðinni og misstum af því þegar þeir komu þangað niður eftir ... en það var svo sem alveg í lagi því að við hittum þá á Höfðabakkanum.

Þegar hlaupið var búið kíktum við í Kolaportið og svo stoppuðum við á Austurvelli og fengum okkur nesti og epla Trópí. Það var voðalega gaman að stoppa þar og sitja í grasinu. Fengum við Máni að fíflast aðeins en urðum því miður þreyttir of snemma svo að við þurftum að leggja af stað í bílinn um 4 leitið, en ég sofnaði á leiðinni til baka.

08.07.2006 09:19

Pabbi kominn heim

Loksins er hann pabbi kominn heim en hann átti að koma heim á fimmtudaginn, sama dag og hann fór út. En allt sem gat farið úrskeiðiðs hjá greyið kallinum fór úrskeiðis. Fyrst var svo mikil ókyrrð á leiðinni til París að það var enginn matur borinn fram. Svo þegar hann kom til París "skildi" enginn starfsmaður á flugvellinum ensku og loksins þegar hann komst í rútuna sem átti að flytja hann á milli flugstöðva setting gaurinn hann út á vitlausum stað svo að hann missti af vélinni sinni til Mílanó. Þega hann komst til Mílanó var ferðataskan hans týnd og hún var líka með verkfærunum hans sem hann þurfti til að gera við búnaðinn í Mílanó. Allir starfsmenn voru farnir af skrifstofunni svo að pabbi fór beint á hótelið sem honum hafði verið reddað. Ákvað að pannta sér pizzu en vegna svo mikils þrumuveðurs hrindi pizzarían í hann aftur og sögðust ekki geta komið með hana vegna veðurs, svo að hann pabbi kallinn fór svangur í rúmið. Svo á föstudagsmorgun gekk allt vel og honum tókst að laga það sem laga þurfti og koma sér út á flugvöll. Bara til að fá að vita að það var klukkutíma seinkun á fluginu hans frá Mílanó til París. Þegar til Parísar var komið var flugvélin rétt að koma þegar hún átti að vera að fara og fór því 40 mínútum of seint af stað en fyrir einhvern ótrúlega hátt lenti hún bara 5 mínutum og seint hérna á Íslandi. Svo að hann loksins kom heim til okkar mömmu í nótt og var alveg voðalega gaman að sjá hann í nótt þegar ég vaknaði.

06.07.2006 09:02

Gleymdi að segja frá þessu ....

..... en í dag komst ég alla leið inn á deildina mína, Putaland, áður en ég fór að setja upp skeifu. Svo það eru þó nokkrar framfarir hjá mér á hvejrum degi hvað varðar leikskólann. En svo mætti líka vera varðandi nætursvefninn minn en ég hef tekið upp á því að öskra og æpa í um 2+ tíma á næturna. Mamma er að velta fyrir sér hvort að það sé einhver aðskilnaðarkvíði þar í gangi því að ég er alltaf góður á meðan þau koma og standa við rúmið mitt! Eða kannksi vill ég bara stjórna

06.07.2006 08:59

7 tennur

Sjöunda tönnin mín kom í gegn í gær og er ég því að vera verulega vel tenntur, en hún kom í neðri góm hægra megin við framtennurnar mínar. Enn er enn einhver pirringur svo að við erum að búas áttundu tönninni á næstu dögum, þ.e. niðri vinstra megin við framtennurnar.

05.07.2006 13:38

Er að verða sáttari

Síðasta vika var ekki sú auðveldasta á leikskólanum hjá mér en ég var heima á föstudag vegna þess að ég fékk hita á fimmtudagskvöldi og fóru mamma og pabbi með mig til læknisins á föstudag og var ég kominn með vökva í hægra eyrað mitt og fékk ég því sýklalyf. Og er ég strax orðinn miklu betri og var þar af leyðandi leikskólinn miklu auðveldari þessa vikuna, en ég er nú samt ekki alveg sáttur og er að reyna að stjórnast eitthvað en ég verð samt betri og betri með hverjum deginum.

En ég vill nú samt láta hlutina vera eins og ég vill svo að þegar mamma fer á morgnanna öskra ég nú svolítið mikið og hef meira að segja verið í fullum gír þegar Valur vinur minn kemur á deildina. En í gær var ég voðalega góður og sat og var að leika mér sem er mikil framför því ég var alltaf bara að henda dótinu, en þegar ég heyrði í mömmu - áður en ég sá hana - fór ég að kvartast eitthvað en það gekk allt saman upp og var ég alveg skælborsandi.

Í gærkvöldi fór mamma út með hinum septembermömmunum og skemmtu þær sér voðaleg vel eftir því sem ég heyrði. En þeim var nánast hent út klukkan 11 af Ítalí því starfsfólkinu fannst þær sitja helst til of lengil, en staðurinn er engu að siður opinn til 12 - hentaði bara ekki starfsfólkinu að hafa opið uppi lendur.

  • 1
Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29260
Samtals gestir: 9900
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08

Eldra efni

Tenglar