Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Færslur: 2006 Ágúst29.08.2006 12:00Sofið út!Svefninn minn er kominn í svo mikið lag að ég leggst út af án þess að kvarta eitt né neitt og hef ég sofið undanfarna daga þangað til rétt eftir 7! Vá mamma og pabbi voru ekkert smá hissa og það sérstaklega TVO daga í röð. Vonandi er þetta ferli sem er komið til að vera. En mér finnst kvöldin alltaf svo þægileg, þá fer ég í náttföt um átta leitið og svo ýmist strax á eftir eða um hálf níu sest ég með annað hvort mömmu eða pabba og slappa af kúrandi með Lúlla og sængina mína, svo fæ ég vellinginn og drekk hann frammi, ásamt því að tannbursta mig og kúrast svo aðeins. Svo þegar ég er orðinn nokkuð þreyttur er ég borinn inn og lagður í rúmið mitt. Og þar sofna ég undantekningarlaust án þess að kvarta, þarf ekki einu sinni snudduna alltaf til að sofna. Mamma og pabbi eru ekkert smá stolt af mér, enda er ég orðinn svo duglegur. Skrifað af Sebastían 25.08.2006 10:312 skrefUndan farna daga er ég búinn að vera að æfa mig í að standa sjálfur, og dreif ég mig bara í gær í að fara og taka 2 skref alveg sjálfur. Núna er bara spurning hvort að ég stingi bara af fyrir 1 árs afmælið mitt. Var ég voðalega montinn í gær og auðvitað mamma og pabbi líka Svo þegar ég var að fara á leikskólann með pabba í morgun, tók ég 1 skref í áttina til hans þegar mamma setti mig niður. Er orðinn svo voðalega duglegur! Skrifað af Sebastían 24.08.2006 07:2911 mánaða töffariNú styttist óðum í 1 árs afmælið mitt en þá verð ég stattur á Flórída í fríi að njóta lífssins. Við erum orðin voðalega spennt hérna heima með að fara í ferðina okkar. Annars er ekkert mikið að frétta á þessum bæ nema hvað að hún mamma er búin að skila inn ritgerðinni sinni og á núna bara eina minni ritgerð og lokapróf eftir og þá er hún búin í þessu námi. Ég er farinn að klappa alveg á fullu og finnst það alveg ógurlega skemmtilegt. Er enn smá braserí á leikskólanum þar sem ég er ekki alveg sáttur en það skánar með hverjum deginum - ætli ég verði ekki orðinn góður þegar ég fer aftur í frí! Skrifað af Sebastían 18.08.2006 08:36Ælupest og stubbarnirHæ hó, það er vonandi að þið hafði ekki fengið þessa skæðu ælupest sem við mamma, pabbi og amma fengum. Enda er ég búinn að vera heima síðan á miðvikudag frá leikskólanum og ég sem var að koma til baka úr sumarfríi á síðastliðinn mánudag! En ég er búinn að vera heima með honum pabba og höfum svið skemmt okkur vel en hún mamma er nefnilega farin að vinna - kom reyndar heim lasin úr vinnunni í gærmorgun og ætlar að vera heima með okkur pabba í dag. En góð fréttirnari eru alla vegna þær að mér líður miklu betur og borðaði stórann morgunmat og hefur hann ekki látið sjá sig sem stendur. Mamma kom með Stubbana heim fyrir mig á þriðjudaginn, en mér finnst þeir alveg ógurlega skemtilegir, og var það sko alveg í tíma því að ég hef fengið að horfa smá á þá á meðan ég hef verið lasinn. Fín afþreying þegar maður er lasinn. Og finnst mér litla barnið í sólinni skemmtilegast og skríki nánast alltaf þegar það kemur. Skrifað af Sebastían 12.08.2006 09:41Til hamingju með daginn Heiða og KarlElsku Heiða frænka og Karl, innilegar hamingju óskir á brúðkaupsdaginn. Vonandi verður dagurinn alveg ógleymanlegur! Ég sendi ykkur bara kveðju með mömmu og pabba og voandi sé ég ykkur nú áður en þið farið aftur út. Skrifað af Sebastían 09.08.2006 11:32AukaviktunÉg var að koma úr aukaviktuninni minni og er ég orðinn 10225 grömm og 74 sentimetrar. Voðalega stór og flottur. Leist hjúkrunarfræðingnum bara vel á mig og hún sagði líka mömmu og pabba að hafa engar áhyggjur yfir því hvað ég borða mikið - en ég er alveg gífurlegt matargat Svo eru tennurnar mínar orðnar 8 en, en nýjasta tönnin kom í gegn á sunnudaginn 6. ágúst. Nú er bara að bíða spenntur eftir jöxlunum Skrifað af Sebastían 05.08.2006 10:58Nýjar myndirÞað er fullt af nýjum myndum af mér á síðunni núna. Skrifað af Sebastían 04.08.2006 10:25Leikið í rigningunni og ferð á slysóÁðan fékk ég að leika mér í pollunum í götunni og fannst það ekkert smá gaman. Mamma klæddi mig í pollagallann minn sem er nú aðeins og stór en ég stækka bara uppí hann! Svo gengum við líka aðeins um götuna og fékk ég að skoða nágrannana sem við hittum á labbinu. Ég sé sko að ég þarf að vera duglegri að fara út að leika mér. En í gær fór ég upp á slysó á hraðferð. En ég hafði komist yfir poka sem koma oft í töskum ... í þessu tilfelli í nýjá reiðhjólahjálminum mínum ... og eiga að halda raka í burtu. Pokinn hafði verið settur á borðið ásamt leiðbeiningunum um hvernig hjálmurinn eigi að sitja á hausnum mínum og þar sem ég náði ekki upp á borðið almennilega átti þetta jú að vera öruggur staður. Nema hvað að ég tók mig bara til og hvolfdi borðinu! Ekkert að fara mjúkum höndum þar, eins gott að gera hluti bara almennilega ef maður gerir þá á annað borð. Þannig datt pokinn á gólfið og tókst mér að naga hann aðeins. Kom þar pabbi að mér og var fljótur að taka pokann út úr mér og vaða þar inn eftir einhverjum kúlum sem gætu verið þar - en að magninum enn í pokanum var ekki um margar kúlur að ræða sem ég gæti hafa borðar - og svo var ferðinni heitið upp á slysó. Þar var okkur vísað inn á barnabiðstofuna og þurftum sem betur fer ekki að bíða lengi eftir lækninum. Þar fengum við fær góðu fréttir að silicon kúlurnar í þessum pokum - alla vegna í okkar tilfelli - eru ekki hætturlegar og fékk ég því að fara heim að borða. Mamma tilkynnti mér það nú að hún vonaði að núna væri ég búinn með minn sysó kvóta, alla venga í náinni framtíð! Skrifað af Sebastían 02.08.2006 13:18Aftur kominn heimÞað er búið að vera smá flakk á mér undanfarið, en á þriðjudaginn í síðustu viku fór ég með Baldvin afa og Sigrúnu ömmu upp í sumarbústað og var hjá þeim aleinn fram á laugardag þegar mamma og pabbi komu og sóttu mig. Var ég heima á aðfaranótt sunnudags og fór þá aftur með mömmu og ömmu upp í bústað. Þangað komu líka Ási langafi og Ásta langamma og vorum við öll þar þangað til í gær. Ég er orðinn voðalega duglegur og geng með öllu og stend mjög auðveldlega þar sem ég vill standa upp. Er líka aðeins farinn að standa einn í labbirnar í smá stund en ekki voðalega mikið. Ég er meira að segja mikið í að sveifla mér í barnastólnum mínum uppi í bústað, en þar næ ég í eftri hutann á stólnum og lyfti voðalega flott upp fótunum og róla mér svo barasta. Í morgun fór ég með pabba að kaupa reiðhjólakerru og er ég voðalega montinn með hana, enda er ég voðalega flottur í kerrunni með nýja hjálminn minn . Mér finnst alveg voðalega gaman að sitja í kerrunni og það fór greinilega ekki illa um mig því að ég var steinsofandi þegar við pabbi komum heim. Skrifað af Sebastían
Flettingar í dag: 323 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29078 Samtals gestir: 9818 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is