Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Færslur: 2006 September18.09.2006 01:16SólskynskveðjaÞá er ég nú kominn á Flórída og gengur allt svona vel hjá okkur. Ég fékk að busla í sjónum í dag og var svona ægirlega gaman hjá mér, annars fáið þið nú ferðasöuna mína seinna svo að núna fáið þið bara eitt HÆ Skrifað af Sebastían 14.09.2006 11:54TónlistarskólinnÉg gleymdi að segja frá því í morgun að það er búin að skrá mig í Suzuki tónlistarskólann og byrja ég miðvikudaginn 4. október. Mig hlakkar alveg ógurlega mikið til, en þangað mun ég fara einu sinni í viku í allan vetur í um klukkutíma í senn. Vonandi á þetta eftir að vera alveg gífurlega gaman hjá mér. Skrifað af Sebastían 14.09.2006 09:1610 skref, lasleiki, kríli og frí ...Núna er ég búinn að vera í fríi frá leikskólanum síðan á mánudaginn, en mamma og pabbi vildu ekki að ég væri á leikskólanum síðustu dagana fyrir flugið ef ég skyldi verða lasinn. Ég er reyndar búinn að vera með einhverja flumbru en við höldum að hún sé frekar útaf jöxlunum sem ég virðist vera að fá. Er alveg stokkbólginn í bæði eftir og neðri gómi vinstra meginn. Vonandi tekur þetta ekki langann tíma í viðbót, en ég reyndar svaf í gegnum nóttina í nótt í fyrsta skipti núna í 4 daga svo að þetta er vonandi allt að klárast. En svo er ég nú orðinn það vær að ég tók barasta heil 10 skref á þriðjudaginn inni í eldhúsi voðalega góður með mig. Var reyndar með kústinn hennar ömmu en ég vill ekki ganga nema að ég haldi á einhverju. Svo eignaðist ég vinkonu á laugardaginn en hún dama Stígsdóttir fæddist þá og fara mamma og pabbi að kíkja á hana í kvöld, en ég fæ ekki að fara með. Verð bara að bíða og sjá hana þegar hún kemur í afmælið mitt. Einnig vilid ég segja til hamingju með afmæli við Mána en hann verður 1árs 18. september og líka við Davíð Goða sem verður 1 árs sama dag og ég, eða 23. september. Svo er ég að leggja land undir fót á morgun og er að fara til Ameríku að sleikja sólina Skrifað af Sebastían 06.09.2006 22:47Nýjar myndirFullt af nýjum myndum. Endilega kíkið og munið eftir gestabókinni! Skrifað af Sebastían 06.09.2006 21:15Spenna komin í fólkiðNúna er ég voðalega spenntur því að hún mamma kláraði MSc gráðuna sína í dag og vonandi hefur lokaprófið hennar bara gengið vel, en það kemur ekki alveg í ljós strax. En við komumst að því í dag að ritgerðin hennar kom mjög út og fékk hún A. Ég var heima með mömmu í dag því að ég var með 38,5°C í morgun en var orðinn hitalaus þegar ég fór að sofa í kvöld og ef ég verð hitalaus á morgun fæ ég að fara á leikskólann en mér finnst orðið voðalega gaman á leikskólanum. Fer beint að leika mér og kvarta barasta ekki neitt, og svo borða ég svo voðalega vel á leikskólanum að þær spurðu mömmu hvort að ég væri stoppaður heima fyrir því þeim finnst sennilega að ég vorði voðalega mikið ..... Skrifað af Sebastían
Flettingar í dag: 505 Gestir í dag: 155 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29260 Samtals gestir: 9900 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is