Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Færslur: 2006 Nóvember28.11.2006 22:05Bitinn!Ég var bitinn á leikskólanum í gær. Tók því heldur nærri mér og var alveg ómögulegur fram eftir degi en var þó orðinn fínn þegar mamma kom og sótti mig. Í dag sér nokkuð á hendinni minni, en sá eða sú sem hefur bitið mig hefur nú ekki haft margar tennur, svona 8 í mesta lagi því að tannafarið er nokkuð fátæklegt! -------- I got bitten yesterday at the daycare. That did cause me to become rather crumpy and disatisified during the day but had gotten in a much better mood upon mom coming to pick me up. My hand is rather red and has a little sore on it, but the kid who bit me can't have more than 8 teeth as the teeth mark doesn't go in a full circle! Skrifað af Sebastían 26.11.2006 09:54KoppurÆtli það megi ekki segja að ég sé orðinn stór strákur núna! Enda farinn að pissa í koppinn á morgnanna. Um síðustu helgi fór ég í 2ja ára afmæli til hans Úlfs og skemmti mér alveg voðalega vel við að hitta alla krakkana. Enda ætli það hafi ekki verið 9 stykki undir 3ja ára aldri. Voða fjör þar á bæ. Á sunnudagskvöldið var ég svo orðinn voðalega óvær og sofnaði í rauninni ekki fyrr en mamma og pabbi komu heim um hálf tvö leytið - en þau voru í bíó með Stebba og Kirsty. Svo strax á mánudagsmorgninum var ég kominn með um 40 stiga hita og var því pabbi heima með mér. Afi var svo heima með mér á þriðjudeginum og mamma á miðvikudag og fimmtudag en þá var ég orðinn hitalaus. En ég fór til læknisins á miðvikudeginum og kom þá í ljós að ég væri með mjög svo svæsna eyrnabólgu, ekki gaman það en læknirinn gaf mér amoksiklav. Pabbi var svo heima með mér á föstudeginum. Núna er ég orðinn alveg eldhress og hlakka til að fara á leikskólann á morgun. Við skruppum upp á Laugarvatn til að heimsækja ömmu og afa og komum þeim á óvart með að mæta með morgunmat, og svo fékk ég að vekja afa en hann var ekki kominn á fætur. En við mamma vorum lasarusar saman í gær því að ég er jú með eyrnabólgu í hjöðnun en mamma var kominn með hlustarbólgu svo að við vorum góð saman! Svo er ég að leggja í enn eina ferð núna á komandi fimmtudag, en þá fer ég með mömmu og pabba að heimsækja ömmu og afa í Danmörku. Það verður alveg voðalega gaman því það er svo langt síðan ég hitti þau síðast. Svo kannski verður litla frænka hún Emilia þar líka. Það væri alveg ógurlega gaman ef hún kæmist. Mamma gafst upp á að halda úti bæði íslenskri og enskri síðu svo að hún ætlar að henda enska uppfærslunum bara inn hérna fyrir neðan. -------- I guess you can say that I am a big boy now! Not every day that one starts pee in the potty. Last weekend I went to Úlfurs birthday party but he had just turned 2. I had such a great time running around with the other 9 or so kids under the age of 3. Then on Sunday night I was rather grumpy and didn't want to fall asleep till mom and dad got home but they didn't come home till around 1:30 am as they went to the movies with Stebbi and Kirsty. Then on Monday morning I had developed a fever so dad stayed at home with me. Then on Tuesday granpa stayed at home with me and on Wednesday and Thursday mom was at home with me. On Wednesday she brought me to see the doctor as I had had a fever of 40°C (104°F) for close to 3 days and there we found out that I had a very bad ear infection and needed some antibiotics. I was much better on Thursday already and completely without fever on Friday but dad stayed at home with me just in case. But now I am really looking forward to going to the daycare tomorrow and playing with all the kids. Yesterday morning we drove up to Laugarvatn to visit granpa and grandma and surpriced them with bringing breakfast with us, and I even got to wake up grandpa as he wasn't up yet. That is always fun. Then we had to drive into the city earlier than expected as mom's ear was hurting so bad so we brought her to the doctor and what do you think, so got an ear infection too! I think she was just copying me ..... Then on Thursday I am going on one more trip as I am flying with mom and dad to Denmark to visit granma and granpa there. That will be so much fun as I havn't seen them since March. And who knows maybe my little cousin Emilia vill be there too. That would a lot of fun. Skrifað af Sebastían 15.11.2006 13:49GablariÞað hefur ýmislegt gerst á undanförnum dögum. Ég hleyp út um allt eins og ég get og finnst alveg voðalega gaman að skoða heiminn, enda er ekki sá staður sem ég hef ekki verið eitthvað að bardúsast í. Undanfarið hef ég, eða svo að virðist, þróað upp einhvernskonar radar sem segir mér til um þegar hurðir eru opnar og hleyp ég þá af stað til að reyna að komast inn um þær. Einnig tala ég orðið allan daginn, vakna svo gott sem malandi og hætti hreinlega bara ekki fyrr en ég fer að slappa af áður en ég fer að sofa. Dans er einnig í uppáhaldi þessa dagana og dansa ég orðið við tónlist, einnig ef einhver segjir "dansa dansa" við mig. En þá fer ég yfirleitt upp að hillunni sem er undir sjónvarpinu - en þar er best að dansa! En ég hef nú verið að sækja í mig veðrið og dansa orðið út um allt hús. Þessa dagana er "týndur" í miklu uppáhaldi og er ég oft "týndur" en þá sæki ég teppið mitt og breiði upp fyrir haus og kíki svo undan á hinum ólíklegustu tímum. Á föstudaginn eru tvær vikur þangað til að ég hitti ömmu og afa í Danmörku, en við pabbi og mamma ætlum þangað yfir helgina. Förum út á seinni partinn á fimmtudegi og komum til baka á sunnudeginum. Það verður alveg rosalega gaman. Svo eru það þær fréttir að mamma og pabbi hafa loksins tekið ákvörðun um hvar við ætlum að búa og varð Hafnarfjörðurinn fyrir valinu en ég mun koma til með að verða gablari undir haustið. Við fengum víst lóð að Glitvöllum og erum við öll voðalega spennt yfir því. Verður alveg rosalega gaman að fá mitt eigið herbergi, enda orðinn svona stór og svo vakna ég líka oft orðið við mömmu og pabba þegar þau eru að fara að sofa eða koma inn í herbergið. Skrifað af Sebastían
Flettingar í dag: 323 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29078 Samtals gestir: 9818 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is