Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

Færslur: 2007 Febrúar

25.02.2007 13:22

Nefkirtlataka og hljóðhimnuástunga

Jæja þá er ég með smá fréttir fyrir ykkur öll. Á mánudaginn í síðustu viku átti ég tíma hjá HNE lækninum mínum og fengum við þær fréttir að ég kæmsti í nefkirtlatöku og hljóðhimnuástungu strax á miðvikudaginn - eða Öskudag. Gripum við þann tíma fegins hendi. Var ég því heima með pabba á Öskudag og mætti bara í staðinn í búningnum mínum til læknisins svo að hann var nú eitthvað notaður. Fékk reyndar að leika mér í búningnum bæði á mánudaginn og þriðjudaginn. En ég var mættur klukkan 20 mínútur í 1 og var þá hafist handa við að gera mig tilbúinn. En um tíu mínútum seinna var ég svæfður. Hann var mjög fínn svæfingarlæknirinn minn og var mamma hjá ánægð með það því hún hafði heyrt margar hryllingssögur. Svo var mömmu og pabba hent fram en læknirinn kom svo og sótti þau 12 mínútum seinna, en þá var allt saman búið! Það tók mig aðrar 10-15 mínútur að vakna og var ég engan veginn hress. Lét víst alveg eins og óhemja. En var orðinn nokkuð góður þegar við fengum að fara heim. Þegar heim var komið fékk ég að borða og varð þá allt miklu betra, enda ekkert grín að mega ekki borða - sérstaklega fyrir mig! Seinni partinn var ég orðinn eins og ég á að mér að vera en fékk að vera heima með pabba á fimmtudaginn líka. Einu breytingarnar núna eru þær að ég á að sofa inni út næstu vikuna.
Enn kannski það stærsta sem tekið er eftir er að ég sef í gegnum nóttina núna alveg rólegur og er ekki að henda mér til og frá eins og ég var alltaf að gera áður fyrr. Legg mig meira að segja minna á daginn núna og er miklu hressari í alla staði.

Myndir eru væntanegar í lok næstu viku. Mamma vill klára allan febrúramánuð fyrst.
  • 1
Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29260
Samtals gestir: 9900
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08

Eldra efni

Tenglar