Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|||||||
Færslur: 2007 Apríl27.04.2007 11:13Hlaupabóla / Chicken poxÉg er að safna litlum rauðum flekkjum núna, byrjaði í náranum og er að breyðast upp um magann og búkinn. Er einnig búinn að fá nokkrar í höfuðið en sem betur fer pirra þær mig ekki mikið enn sem komið er. Mamma er voðalega dugleg að bera á kroppinn minn og svo klippti hún allar neglurnar mínar í burtu svo ég geti ekki klórað mig. En annars er ég hinn sprækasti, hleyp út um allt með bílana mína. Vonum bara að þetta verði ekki langlíf hlaupabóla. ---- I have begun to collect red spots, they began in my groin and have spread up my back and belly even got on my head. But luckily so far they do not bother me, mom has been really active in putting lotion on my spots and she also trimmed all my nails in the effort that I will not scratch myself. But besides the chicken pox I am doing quite well, running and and playing with my cars. We just hope that it will be over before we know it. Skrifað af Sebastían 26.04.2007 20:44HeimsóknJæja nú er sko alveg kominn tími á blog. En það er svo sem ekki mikið að frétta héðan. Mamma og pabbi eru að stússast í að koma húsaframkvæmdunum á laggirnar en ég hef ekki komið upp í "hús" í nokkurn tíma. Mér er sagt að það sé best að ég sé bara heima því að ég sé barasta fyrir. Hver hefur svo sem heyrt um það að ég sé fyrir .... Við mamma fórum í heimsókn í kvöld eftir kvöldmat til hennar Maríu Rúnar er hún varð tveggja ára um daginn og var alveg gífurlega gaman. Hún átti nokkuð flott herbergi, mig hlakkar mikið til að fá mitt eigið herbergi. Skrifað af Sebastían 07.04.2007 22:27Leikheimsókn / Play dateLoksins fengum við Davíð Goði að hittast og lékum við okkur ágætlega saman. Vorum svolítið feimnir við hvort annan fyrst en fórum svo að rífa af hvor öðrum, gefa hvor örðum bolta og í lokin að ýta hvor öðrum á sparkbílnum. Pabbi hans Davíðs Goða tók svo videó myndir af okkur sem hún mamma ætlar að biðja þau um að senda okkur svo að við getum sýnt ykkur þetta allt saman. Við vorum voðalega sætir saman. -- About time that Davíð Goði and myself got to have a play date, it turned out rather nice as we did play well together after few hesitant moments. His dad took a video of us and mom's going to ask them to send it to us so hopefully soon I will be ableto show it to you all. We were after all quite adorable together. Skrifað af Sebastían 07.04.2007 22:19Kjánalegir hlutir / Silly things
Skrifað af Sebastían 05.04.2007 12:01Gleðilega Páska / Happy EasterNúna er vest tíminn til að segja Gleðilega Páska Búið að vera nóg að gera í þessari viku. Á mánudaginn skutlaði mamma mér á leikskólann seinna en venjulega því að hún var komin í páskafrí og ætlaði að nota daginn til að útrétta. Nema hvað að klukkan 9:30 er hringt í mömmu og sagt að ég sé kominn með 38,8 stiga hita. Henni fannst það nú nokkuð skrítið því að ég hafði verið svo hress en fór að stað og sótti mig. Var ég alveg voðalega hress þegar hún kom svo að hún mældi mig þegar við komum heim og var ég þá með 37,4 stiga hita eða bara 4 kommur. Fannst henni þetta nú skrítið svo að hún mældi mig aftur og var ég þá með 37,5 stiga hita. En þar sem ég var með sýkingu í augunum grunaði hana kannsi að það hefði blossað upp og fékk ég bara að faraí hádegismat og svo beitn út að lúlla. Það er svo gott að lúlla úti. Svo að núna er ég bara búinn að vera með mömmu heima alla þessa vikuna og erum við búin að skemmta okkur vel. Gröfukallinn okkar kom með gröfuna sína á lóðina okkar á mánudaginn en er búinn að vera veikur svo að hann hefur ekki getað gert neitt. En það er samt eitthvað, mér finnst þetta líka alveg voðalega skemmtileg grafa, hún er svo stór! Ég fór í 18 mánaða skoðun í gær og er víst 11420 grömm og 80,5 cm. Eitthvað höfðu nú allir gert ráð fyrir að ég væri stærri og þyngri en ég er, en ég er farinn að beyja aðeins af krúfunni minni. Vildi læknirinn bara meina að það væri allt innan eðlilegra marka og að þetta væri sennilega bara allt saman út af hvað ég er búinn að vera flensusækinn undanfarið og sýklalyfjunum. En ég fæ að koma aftur í september til að athuga hvort að ég hef ekki þyngst betur, því að 900 grömm er víst ekki alveg nógu mikil þyngt fyrir 6 mánuði. Svo fékk ég sprautu hjá lækninum og gekk það bara voðalega vel, hvorki öskraði né grét. Hjúkrunarkonan spurði hvort að ég væri komin með 6-10 orð, ég sýndi enni það sko en mamma var fljót að segja henni að ég er komin með um 50 orð eða orðasambönd og bara 12 ný orð / orðasambönd síða á fimmtudaginn í síðustu viku. Meira að segja ein þriggja orða setning ---- Happy Easter everybody A lot has been gonig on this weekend, last Monday mom dropped me off at the daycare a little later than usual as she had begun her Easter vacation and was going to get some things done. Well at 9:30 the daycare called and told her that I was running a fever of 38,8°C. She thought that was quite strange as I had been fine and dandy when she dropped me off an hour before. And when she came I was playing quite nicely too. So mom decided to take my temperature upon coming home and it was 37,4°C so she took it again and then it was 37,5°C so we weren't noticing the same fever as I supposedly had at the daycare. So I have just been enjoying staying at home with mom this week. I went to my 18 month check-up yesterday and it turned out that I am 11420 grams and 80,5 cms. A little shorter and ligther than everybody and expected, but the doctor claimed that that was probably because I have pretty much had a flu once each and everymonth! And also the antibiotics that I have had to take and don't agree all to well with my stomach. I am to come back in September to see if I have gained any more weight, as 900 gramms isn't quite enough over a 6 month period. The nurse asked mom if I had at least 6-10 words and I sure did show her with using more than 6 words just in my visit in her office. Mom was quick to tell her that I have about 50 words and sentances, and 12 new words / sentances since last Thursday. Even a three word sentance Skrifað af Sebastían
Flettingar í dag: 323 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29078 Samtals gestir: 9818 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is