Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Færslur: 2008 Febrúar27.02.2008 11:54Frændsystkini, Mánagarður og FlórídaJæja nú er ég aldeilis orðinn ríkur, bara tveir mánuðir liðnir af árinu og ég kominn með þrjú frændsystkini! En hún Halla frænka eignaðist strák 16. janúar, Sóla frænka eignaðist strák 22. febrúar og hún Edda móðursystir eignaðist dömu í gærkvöldi (26. febrúar). Svo innilega til hamingu kæra fólk með litli krílin. Erum voðalega spennt yfir að fá að sjá þau fljótlega þó svo að mamma segir að ég megi að öllum líkindum ekki koma með strax þar sem það er jú hátindur flensutímanns og ég er leikskólagormur. En ég verð þá bara að bíða aðeins lengur en aðrir. En þetta eru ekki einu fjölganirnar á þessu ári þar sem að Eydís hand Óla Þórs á er sett 13. apríl, littla systir sett 9. maí, Simone kærastan hans Magnúsar föðurbróður er sett í Júní, Nele vinkona hennar mömmu í Júlí og Jana has Stebba fræna í ágúst svo það er nóg eftir að spenningi á þessu ári. Annars er það helst að frétta að ég er hættur á Sólgarði og kominn yfir á Mánagarð, það má að vísu ekki kalla það leikskóla þar sem ég tengi það orð við Sólgarð og er alveg pottþéttur á því að Sólgarður sé bilaður!! En deildin mín á Mánagarði heitir Álfasteinn og er alveg rosalega gaman þar, hefur aðlögunin mín gengið framar vonum og var hún bara 1 vika en ekki 2-3 eins og mamma og pabbi voru búin að gera ráð fyrir. Og er helsta vandamálið núna að ég vill ekki fara heim á daginn en mömmu finnst það miklu betra heldur en að ég vilji ekki fara á morgnanna. Svo skelltum við okkur til Flórída í byrjun Febrúar og var það rosalega gaman. Ég var alveg sérstaklega duglegur í 9:30 tíma flugi til Sanford þar sem við þurftum að millilenda í Goose Bay í Canada fyrir eldsneyti þar sem það var svo mikill mótvindur. Einnig var ég mjög þægilegur á Flórída á öllu flakkinu og nutum við okkur mjög svo vel í hitanum þar, en það hékk svona á mili 15 til 20 sem var mjög kærkominn hiti eftir stormana sem höfðu verið hérna heima, og svo ekki sé talað um storminn sem olli því að það varð 24 tíma seinkun á fluginu okkar út. Skrifað af Sebastían
Flettingar í dag: 323 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29078 Samtals gestir: 9818 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is