Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Færslur: 2008 Apríl28.04.2008 10:58Bleijulaus á daginnÉg komst að þeirri niðurstöðu þegar ég var lasinn um daginn að það er bara ekkert gott að vera með bleiju, svo ég lét taka hana af og gekk það svona up og ofan fyrst um sinn en svo í síðustu viku var ég líka bleijulaus á Mánagarði og gekk það svona svakalega vel að ég er núna bara með bleiju í hvíldinni og á nóttunni. Skrifað af Sebastían 24.04.2008 13:01Gleðilegt sumarVildi bara stoppa stutt við og segja Gleðilegt sumar við alla. Búinn að vera fínn dagur hérna hjá okkur, kíktum á Mánagarð en þar var opið hús til að leifa foreldrunum að koma og sjá hvað við höfum verið að gera. Það var nú nokkuð skrítið að hafa fullan leikskóla af foreldrum - enda voru þau eiginlega bara pínu fyrir .... Svo á eftir er ég að fara í 3ja ára afmæli til hennar Maríu Rúnar og verður það alveg hörku stuð. Skrifað af Sebastían 22.04.2008 10:59Eitthvað að stríða okkur!Litla krílið virðist eitthvað vera að stríða okkur þar sem mamma var með samdrætti mest allan sunnudaginn og í gær líka. Ljósann fann meira að segja nokkra. Svo jukust þeir hægt og rólega yfir daginn og þegar mamma og pabbi fóru út að labba í gærkvöldi þurfti mamma að stoppa nokkrum sinnum til að ná andanum út af verkju. Hún var svo sofnuð um miðnætti og fann alltaf eitthvað til um klukkan þrjú en þá datt allt niður og frúttið búið! Hún að vísu fann kúluna harðna vel núna í eitt skipti á meðan hún skrifaði þetta svo að það er spurning hvort að hlutirnir séu að byrja upp á nýtt!! Skrifað af Sebastían 22.04.2008 10:58Lítil frænkaTil hamingju Óli og Eydís með litlu dömuna, og auðvitað Óilver og Iðunn með litlu systur. Hún er ekkert smá mikil rúsína. Skrifað af Sebastían 20.04.2008 11:42Hjólandi pottormurÉg skellti mér út í morgun með mömmu og pabba á þríhjólinu mínu og er ég loksins farinn að ná almennilega niður á pedalana. Og hvað haldið þig? Á leiðinni heim, var ég aðeins farinn að stíga í - að vísu niður smá brekkur - og hjóla aðeins sjálfur. Gafst reyndar upp þegar ég kom á slétt en hef engu að síður fundið hvernig þetta allt saman funkerar. Nú er bara að vera duglegur að æfa sig. Litla systir er enn í bumbunni, en það eru búnir að vera einhverjir samdrættir og sömu bakeymslin og voru nokkrum dögum áður en mamma átti mig svo það er spurning hvort að hún ætli að kíkja aðeins fyrr. En hún er víst orðin fullbökuð þar sem mamma er komin yfir 37 vikur. Svo að núna bíðum við bara spennt eftir henni. Ég meira að segja fékk mömmu til að hjálpa mér að pakka inn pakkanum til hennar svo að ég er alveg tilbúinn fyrir heimsóknina með pabba upp á sjúkrahús. Einnig er ég alveg orðinn frískur og ætla sko að fara á Mánagarð á morgun, hreinlega get ekki beðið eftir að fara að leika við alla krakkana og fá almennilegan útitíma! En mamma á nokkuð erfitt að vera með mér lengi úti svo það hefur ekki verið mikið um það. Svefninn hefur heldur betur raskast hjá mér í þessari viku þar sem ég vakna nú enn á svipuðum tíma alltaf en legg mig alltaf um 4 til 5 leytið og sef þá í allt að 2 tíma eða vakna barasta ekki neitt í mat og sef fram undir morgun. En það verður vonandi fljótt að komast aftur í lag þegar ég verð kominn aftur í rútínu. Skrifað af Sebastían 17.04.2008 11:09Flensanþað hlaut nú að koma að því að ég fengi pesting líka þar sem pabbi fékk í magann og amma lág í marga daga með hita. En á aðfaranótt laugardagsins fékk ég ælupestina og upp úr því kom hitinn. Ælupestin entist nú að vísu sem betur fer bara þessa einu nótt. En hitann er ég búinn að vera að fá alltaf seinni partinn en er hitalaus yfir daginn, enda er ég alveg að mygla heima því mig langar svo gasalega að fara út að leika. En stefnan hafði verið að fá kannski að fara smá stund á Mánagarð á morgun en þar sem ég virðist vera kominn með eyrnabólgu er mér sagt að ég fái ekkert að fara fyrr en á mánudaginn. Mamma er að fara með mig til læknis á eftir til að kíkja á eyrun mín, vonandi var þetta bara pirringur í gærkvöldi en ekki eyrnabólga. Ég fékk sumargjöfina mína aðeins á undan áætlun, en fæ bara að nota hana inni þanga til að ég er nógu frískur til að fara út. En ég fékk Leiftur McQueen hlaupahjól með þremur dekkjum og hlífar í stíl. Er ekkert smá flottur núna, er svona aðeins að læra hvernig þetta allt saman virkar. Svo fengum við að vita á þriðjudaginn að ég fékk inn á leikskólann Hamravelli í Hafnarfirði og byrja sennilega þar í september, sem hentar okkur mjög vel. En mamma og pabbi vildu ekki að ég byrjaði í fyrsta holli sem er í júní því að bæði þá búum við ennþá uppi í Grafarvogi sem og litla systir verður ný komin og nóg af breytingum til að takast á við. Annars er það að frétta af litli systur að hún er væntanleg eftir 3 vikur og 1 dag núna.Tíminn virðist líða alveg ótrúlega hratt um þessar mundir þó svo að hún mamma sé orðin nokkuð þreytt og myndi vilja að þetta tæki allt saman enda mun fyrr! En litla systir má alveg koma frá og með morgun deginum því að þá flokkast hún sem fullgengin. Skrifað af Sebastían 08.04.2008 17:01Ný klippturJæja þá hef ég náð þeim áfanga að hafa farið í klippingu! Já þið lásuð rétt, orðinn 2 1/2 árs og fyrst að fara í klippingu núna. Mamma fékk lánaða rakvél hjá mömmu hans Davíðs Goða vinar míns og rakaði mig í morgun! Árangurinn má sjá inni í myndaalbúminu.
Skrifað af Sebastían
Flettingar í dag: 323 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29078 Samtals gestir: 9818 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is