Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website


Ég kom í heiminn þann 23. september 2005, klukkan 18:26 á Landspítalanum Háskóla Sjúkrahúsi, og vóg ég 4230 grömm, eða rúmar 17 merkur, og mældist 53 cm á lengd. Þegar ég fæddist var ég með ljóst hár og dökk blá augu sem eru orðin nokkuð grá í dag.

Fæðingarlæknirinn minn hét Hulda Hjartardóttir og var Árný Anna Svarvarsdóttir ljósmóðirin mín. En hún Ingibjörg Eiríksdóttir sá annars alltaf um okkur mömmu í mæðraverndinni í Grafarvogi og vorum við hæst ánægð hjá henni.

blalina.gif

Ég er svona stór:         Lengd í cm               Þyngd í gr.
Við fæðingu                          53 cm                     4230
5 daga                                      -                           4200
10 daga                                    -                           4310
13 daga                                     -                          4370
20 daga                                    -                           4710
1 mánaða                                 -                           4900
6 vikna                                  57 cm                     5430
9 vikna                               59,5 cm                    6045
3 mánaða                           60,5 cm                    6520
4 mánaða                           63,5 cm                     6780
5 mánaða                           66,5 cm                     7765
6 mánaða                           68,5 cm                     8479
8 mánaða                           70,5 cm                     9420 
9,5 mánaða                          73 cm                      9690
10,5 mánaða                        74 cm                     10225
12 mánaða                          77,5 cm                   10510
18 mánaða                          80,5 cm                   11420
2ja ára                                   87 cm                     12460


Ég er svona duglegur að borða:
Var á brjósti þangað til að ég var 9 daga gamall, en fékk fyrstu viðbótina við brjóstamjólkina þegar ég var nokkura klukkustunda gamall, þegar ég var 6 vikna fékk ég fyrstu viðbótina við mjólkina mína og var það hafraseyði, en ég var 13 vikna þegar ég fór að borða fasta fæðu að staðaldri. Ég fór svo að geta borðað alveg sjálfur þegar ég var 18 mánaða gamall.


Mín fyrstu verk......

Ég var 13 daga þegar ég fór í fyrstu ferðina í vagninum mínum.
Ég var 11 daga þegar ég brosti í fyrsta skipti af fyrra bragði.
Ég var 32 daga þegar ég hjalaði fyrst.
Ég var 4ja vikna þegar ég hélt alveg höfði sjálfur.
Ég var 4ja vikna þegar ég lyfti mér upp á olnbogana í fyrsta skipti. 
Ég var tæplega 5 mánaða þegar ég velti mér á magann í fyrsta skipti.
Ég var 4 mánaða þegar ég velti mér á bakið í fyrsta skipti.
Ég var 5 mánaða og 3ja vikna þegar ég sat án hjálpar í fyrsta skipti.
Ég var 8 mánaða og 2ja vikna þegar ég settist upp fyrst sjálfur.
Ég var 10 mánaða og 2ja vikna þegar ég klappað í fyrsta skipti.
Ég var 8 mánaða og 3ja vikna þegar ég skreið í fyrsta skipti.
Ég var 8 mánaða þegar ég stóð upp í fyrsta skipti.
Ég var 7 mánaða þegar ég gekk með í fyrsta skipti.
Ég var 11 mánaða og 1 dags þegar ég tók fyrstu skrefin mín alveg sjálfur.

Ég var 12 mánaða og 2ja vikna þegar gekk fyrst án hjálpar.
Ég var 14 daga þegar ég fór fyrst í pössun, amma Sigrún og afi Baldvin pössuðu mig.
Ég var ..... þegar ég hætti með bleiju.
Ég var 15 vikna þegar ég fór í ungbarnasund.
 

Fyrstu orðin mín
Fyrsta orðið sem ég sagði var mamma og þá meinti ég mamma.
Annað orðið mitt var amma.
Ég sagði mamma fyrst 7 mánaða og 2ja daga gamall gamall.
Ég sagði pabbi (pabba) fyrst 8 mánaða gamall.
Ég sagði amma fyrst 7 mánaða og 2 vikna gamall.
Ég sagði afi (afa) fyrst 8 mánaða gamall.
Ég sagði nafnið mitt fyrst 19 mánaða gamall, og sagði þá "Battían".
Fyrsta tveggja orða setningin mín kom þegar ég var 12 mánaða gamall, hún var mamma sjáðu og þá meinti ég mamma sjáðu. 
Fyrsta þriggja orða setningin mín kom þegar ég var 18 mánaða gamall, hún var  mamma á datt og þá meinit ég datt á mömmu.


Tennurnar mínar
Ég fékk fyrstu tönnina mína þegar ég var 20 vikna (4 1/2 mánaða) gamall
Fyrsta tönnin mín fannst 10. febrúar í neðri góm.
Önnur tönnin mín fannst 10. febrúar í neðri góm.
Þriðja tönnin mín fannst 28. mars í efri góm.
Fjórða tönnin mín fannst 3. apríl í efri góm.
Ég var kominn með allar tennurnar mínar 2ja ára gamall.
Og ég fór í fyrsta skipti til tannlæknis þegar ég var 7 mánaða og 1 vikna gamall. Tannlæknirinn minn heitir Karl Guðlaugsson.

Fyrsta skólagangan mín
Ég var 8 mánaða og 2ja vikna gamall þegar ég byrjaði á leikskólanum, en leikskólinn minn heitir Sólgarður. Ég byrjaði á aðlögunnardeild sem heitir Stubbaland en er í raunninni listakrókurinn yfir veturinn. Svo að lokinni aðlögun fór ég yfir á deildina mína sem heitir Putaland. Þann 18. febrúar 2008, eða þegar ég var 29 mánaða byrjaði ég á nýjum leikskóla sem heitir Mánagarður og heitir deildin mín þar Álfasteinn. Ég er alveg rosalega ánægður þar og hleyp inn á morgnanna og vill helst ekki fara heim á daginn. Enda er ekkert nema krakkar á mínum aldri á þeirri deild. En yngstu krakkarnir eru 18 mánaða og þeir elstu verða 2ja ára í sumar. Svo ég smellpassa alveg inn.

Flettingar í dag: 320
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29075
Samtals gestir: 9816
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:05:37

Tenglar