Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Skondnar sögurÍ bíl með pabba á leiðinni á leikskólann. Sebastían: Svalinn minn er búinn. Pabbi: Duglegur. Sebastían: Viltu opna gluggann? Pabbi: Já, ekkert mál. Og opnar gluggann hjá Sebastían. - þögn í smá stund í aftursætinu og svo sér pabbinn appelsínugulafernu fjúga út um gluggann! Pabbi: Það má ekki henda rusli út um gluggann! Sebastían: Afi segir mikið rusl í pabba bíl! 12. júní 2008 Í bíl með mömmu og ömmu á leið í Einar Farestveit. Sebastían: Ha! Pabbi farí sveit ... ég vill líka fara í sveit. 9. júní 2008 Legið uppi í rúmi með mömmu, pabba og litlu systur. Sebastían snýr sér að litlu systur og leggur hendurnar yfir hana og gefur henni gott knús og segir: Þetta er allt í lagi kallinn minn! 14. maí 2008 Að príla í rúminu sínu heima, dettur or rekur upp org. Mamma kemur hlaupandi og spyr: Hvað kom fyrir? Sebastían: Ég datt! Mamma: hvar meiddirðu þig? Sebastían: Í lendingunni minni! 1. maí 2008 Á leikskólanum Sólgarði að klæða sig til að fara heim. Sebastían: hvað er þetta? Mamma: þetta er smella Sebastían: mella. ´Battían með mellu! Svo gengur Ingimar fram hjá með annari fóstru á leið í kaffi úti. Sebastían: Mamma, Imbigi (Ingimar) er með mellu!! Janúar 2008 Á Akureyri í forstofunni hjá langömmu og langafa. Langamma rúllar oft up blaði og stingur í lúguna til að hleypa lofti inn í andyrið. Stöndum þar öll og erum að búa okkur til við að fara út. Sebastían búinn að vera að sniglast þarna í kringum lúguna og alltaf að pota aðeins þrátt fyrir að vera sífellt beðinn um að gera þetta ekki. Dregur svo blaðið úr svo að það smelli í lúgunni. Mamma: Sebastían, hvað varstu að gera? Sebastían: - hendir blaðinu í burtu og horfir sakleysislegum augum á alla í forstofunni - ekki neitt! Júlí 2007 Var að sniglast með ömmu á meðan hún var að taka til fötin sín fyrir daginn eftir, greip brjóstahaldarann hennar og skellti honum á hausinn og kallaði húfa. Var voðalega góður með mig. 26. apríl 2007 Flettingar í dag: 320 Gestir í dag: 71 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29075 Samtals gestir: 9816 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 14:05:37 |
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is