Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Færslur: 2006 Júní28.06.2006 14:35PutalingurÞað er búið að loka Stubbalandi á leikskólanum en það var bara opnað sem aðlögunardeild, og er ég kominn alfarið yfir á Putaland núna og þar er hann Valur vinur minn líka en núna þegar ég er orðinn frískur er Valur orðinn veikur. Mér fannst voðalega gaman á leikskólanum á mánudaginn en ég var sko ekki sáttur við leikskólann í gær og öskraði frá 9 um morguninn og alveg þangað til að mamma sótti mig rétt fyrir hálf fjögur. Og var ég það reiður að ég meira að segja skreið á öllum fjórðum - í stað fyrir mitt tog/skrið - til mömmu alveg slökkviliðsrauður í framan! Skrifað af Sebastían 22.06.2006 18:29Á leið að verða frískurLoksins virðist ég vera að verða frískur, ekki seinna vænna þar sem þetta er búið að vera mjög löng vika! En er ég búinn að vera alveg hitalaus í dag, mældist reyndar með 38°C rétt áðan en okkur er sagt að38°C og undir hjá börnum sé ekki hiti svo að við flokkum það sem hitalaust. Reyndar hef ég veirð hitalaus flest alla dagana og fengið svo um 39°C á kvöldin en vonandi er það búið núna. Svo hver veit, kannski fer ég að sofa í gegnum næturnar núna aftur í stað þess að vakna á klukkutíma fresti. En núna þegar ég virðist vera að fara að verða frískur eru mamma og pabbi orðin lasin .... uss þvílíkt ástand á fjölskyldunni hjá okkur!!! En mamma var með 38,5°C og pabbi mjög slappur þannig að þau hafa skipts á að sofa í dag og líður báðum mun betur svo að vonandi byrjum við öll nýja viku alveg eldhress. Alla vegna hlakkar mér að fara aftur á leikskólann og hitta Erlu, Írisi og Ingibjörgu fósturs og krakkana á Stubbalandi. Áðan fékk ég að smakka osta dorítos hjá pabba og finnst mér þær alveg voðalega góðar Skrifað af Sebastían 17.06.2006 08:57Augnsýking og skriðÞað vall svo mikið úr auganu mínu í gær að mamma og pabbi fóru með mig upp á heilsugæslu og gaf læknirinn mér sýklalyf í augað til að hreynsa upp sýkinguna og virðist það virka mjög svo vel því að augað er strax miklu betra. Svo var ég að sýna mömmu að ég get alveg skriðið ... eða það er meira svona toga mig áfram. Svo að þetta hefur verið mjög mikil vika því að læra á súpukönnu, að sitja, standa og núna að skríða. Eins gott að gera þetta bara allt saman í einu ... GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG Skrifað af Sebastían 16.06.2006 08:37Annasöm vikaEkki er hægt að vera minni en hin börning á leikskólanum, svo að ég dreif mig í að ná tökum á grundvallaratriðum og lærði að setjast upp alveg sjálfur á þriðudaginn og mætti halda núna að ég hafi ekki gert annað! Svo í gær ákvað ég að ná almennilegum tökum á að standa upp í rúminu mínu og geri það nú aftur og aftur og aftur. Ásamt því að reyna að standa upp með öllum stórum jafnt sem litlum hlutum í húsinu. En það er til myndband af mér að standa upp hérna undir "Myndbönd". Skrifað af Sebastían 15.06.2006 20:48MyndböndMamma og pabbi eru búin að vera að seta inn myndbön af mér svo endilega kíkið í "Myndbönd" hérna til hægri í valmyndinni Skrifað af Sebastían 15.06.2006 10:56Sitjandi slappur leikskólastrákurÉg átti svolítið bátt í gærkvöldi og í alla nótt að ég og mamma og pabbi sváfum ekki voðalega mikið. Það þurfti meira að segja að ganga um gólf með mig tvisvar svo að ég næði að sofna, og endaði ég með tvo stíla. En sem betur fer var enginn hiti, bara einhverjar magakvalir. Núna er ég með nokkuð kvef og mjög svo rennandi nef. Svo að ég fékk að vera heima í dag og pabbi er líka heima að hugsa um mig svo að mamma geti klárað lokaprófið sitt í dag. Það gengur sko á miklu hjá okkur þessa dagana! Annars eru þær fréttir að núna finnst mér voðalega gaman að setjast endalaust upp og er búinn að gera það nokkrum sinnum í morgun og lítur yfirleitt út eins og ég hafi ekki gert neitt annað. Skrifað af Sebastían 14.06.2006 15:38Nýjar fréttirÞað helsta að frétta núna er að það er voðalega gaman á leikskólanum og og ég voða duglegur að leika mér yfir daginn og svo að borða þar. Í dag var ég í fyrsta skipti til klukkan 14 og fékk mér því lúr á leikskólanum. Ég er á voðalega fínni aðlögunnar deild sem kallast Stubbakot á Sólgarði en þar verðum við flest 9 í einu. Og eru þær Íris, Erla og Ingibjörg alveg æðislegar. En svo komumst við mamma að því að ég muni verða putalingur því að þegar ég er búinn í aðlögun mun ég fara á Putaland en þar verður hann Valur septembervinur minn líka. Svo settist ég bara aftur upp í dag, voðalega góður með mig. Er þetta því í 4ra skipti á 10 dögum sem ég geri það svo að það er von um að ég fari að setjast bara að staðaldri bráðum. Einnig er ég líka alltaf að reyna að skríða og fer upp á fjórar og hendi mér svo fram, hefur það endað með nokkum andlistlendingum á flísunum, en ég kemst þó aðeins áfram. Í dag þegar ég var búinn á leikskólanum fór ég í heimsókn til afa í vinnunni og knúsaði skrifborðið hans svo að ég fæ eflaust smá mar á ennið mitt. Endilega munið eftir gestabókinni minni Skrifað af Sebastían 10.06.2006 16:07Til hamingju með afmælið pabbiHann pabbi minn á afmæli í dag og er því víst við hæfi að óska honum til hamingju með daginn. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU PABBI! Knúsi kveðjur frá mér og mömmu Skrifað af Sebastían 07.06.2006 20:37Fyrsta slysiðÉg varð fyrir smá slysi í dag! En það var nú þannig að hún mamma setti mig niður á gólf við hurðina inn í forstofu og snéri sér við til að fara í jakka. Var hún varla komin í jakkann þegar hún heyrði mig öskra. Hafði ég rúllað mér í gegnum alla forstofuna og að útidyrahurðinni sem var opin, vorum að bíða eftir að við værum sótt, og skall niður með muninn á þröskuldinn. Brá henni mömmu heldur mikið því það rann víst nokkuð blóð út úr munninum mínum og voru öskrin mín eftir því .... Þegar mamma var búin að hugga mig og amma að sækja okkur keyrðum við til tannlæknisins míns til að fá hann til að kíkja upp í mig og athuga hvort að ekki liti út fyrir að vera í lagi með tennurnar mínar. Sem honum sýndist nú vera. Hann að vísu lét hana mömmu fylla út pappíra varðandi áverkavottorð sem verður svo sent til Trygginarstofnunar uppá ef að þetta hefur einhver áhrif á tennurnar mínar, en svona högg geta víst líka haft áhrif á fullorðinstennurna. Annars er ég mjög góður núna og virðist ekkert meiða mig í bólgnu vörinni því ég spila og syng á fullu með að nudda hendinni yfir munninn minn. Og mér finnst bólgan alveg voðalega fyndin, er alltaf að reka tunguna út úr til að finna hana Skrifað af Sebastían 06.06.2006 13:05LeikskóliÍ morgun fór ég í fyrsta skipti á leikskólann. Mamma og pabbi komu með mér og var ég á aðlögunarstofunni í um 50 mínútur. En þangað á még að mæta væntanlega þangað til að ég fer í fríi í júlí. Það voru tvær dömur á deildinni líka og var voðalega gaman að leika við þær, þær voru reyndar orðnar skriðfærar svo að þær skriðu bara yfir mig en mér var svo sem alveg sama um það. Samkvæmt mömmu og pabba stóð ég mig bara voðalega vel og að vonandi verður það svona auðvelt næstu daga. En við mamma mætum aftur á morgun klukkan 9:30 og verðum til hálf ellefu en hún mamma á að fara út í svona 10-15 mínútur og svo hægt og rólega lengjum við dagana mína. Skrifað af Sebastían 03.06.2006 14:26"att"Nýjasta orðið mitt er ATT en það þýðir datt. Mér finnst alveg gífurlega fyndið þegar eitthvað dettur. Annars er ég voðalega duglegur að segja "mamma" "pabba", "amma" og "afa". Annars er ég að fá mömmu til að setja inn nýjar myndir af mér Skrifað af Sebastían
Flettingar í dag: 323 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29078 Samtals gestir: 9818 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is