Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

Færslur: 2007 Október

22.10.2007 19:17

Veikindi og í vinnunni

Enn á ný náði ég mér í pest og var sóttur á leikskólann með tæplega 40°c stiga hita föstudaginn 14. október. Rokkaði svo hitinn minn upp og niður alla helgina. Hún amma var nú í fríi á mánudeginum og þriðjudeginum svo að hún var svo væn að leyfa mér að vera heima með sér. Svo var hún mamma með mig á miðvikudeginum og fór hún að láta kíkja í eyrun mín svona til öryggis. En þau reyndust alveg vera hrein. En svo öllum að óvörum rauk ég aftur upp í hita og var einnig með hita á föstudeginum. Svo að úr var að ég var heima alla vikuna. Aftur var farið með mig til læknis á laugardaginn þar sem ég var ekki orðinn frískur og enn að rjúka upp í hita. Úr var að ég var með sýkingu í augum, ennis og kinnholum og eyrnabólgu í báðum eyrum. Svo að nú er ég enn á ný kominn á sýklalyfjakúr.

Í dag var starfsdagur hjá mömmu í vinnunni svo að ég fékk að fara með mömmu þangað. Stóg ég mig bara mjög vel að mömmu sögn, og henni Elmu sem deilir skrifstofu með mömmu. En byrjaði ég daginn á klukkutíma fundi og dundaði mér svo bara vel eftir það. Sat og litaði og söng bubba byggi sem glumdi fram eftir göngunum. En við stungum af svo rétt eftir klukkan 1 þar sem ég var alveg útkeyrður og þurfti að fara að leggja mig.

Í kvöld er ég að leika við Klemens afa, en hann kom 15. október til að hjálpa okkur með þakið, en hann fer einmitt heim á morgun.

Hættusu er núna uppáhalds orðið mitt og nota ég það óspart á fólk sem mér finnst ekki vera að haga sér rétt: mamma hættusu og pabbi hættusu!

---

I got sick once again, mom had to pick me up from the daycare with a fever of almost 40°c on Friday the 14th. I was going up and down with fever throughout the weekend. And then luckily grandma had Monday and Tuesday off so I got to stay at home with her. Then mom was at home with me on the Wednesday and brought me in to the doctors to check on my ears. Luckily they were quite clean so no worries there, or so we all thought. On Thursday I went up in fever again and it wouldn't go down. So it ended up with me being t home the whole weekend. Then I was brought in to see the doctor again on Saturday and then it came out that I had an infection in my eye as well as in my sinuses and an ear infection in both ears. So now again I have started another regiment of medications.

Today I went to work with my mom and stayed for five whole hours and did fantasticly!

And now I am as we speak playing with grandpa Klemens, but he came on the 15th to help us with our roof. But I am making the most of playing with him as he is going home to Denmark tomorrow.

My new favorite word is "stop it" and use it at every change I get: stop it mom or stop it dad are my most use sentances these days.

10.10.2007 16:42

Kominn tími til!

Þá er nú loksins kominn tími til þess að hún mamma setjist niður og bloggi hjá mér, en það hefur hún ekki gert síðan í júlí. Henni finnst að vísu tíminn hafa liðið svo rosalega hratt undanfarið og eins og það sé alltaf sunnudagur hjá okkur. En það sem á daga mína hefur drifið undanfarið er þetta:

Í júlí var jú hann afi Klemens hjá okkur að steypa upp alla veggina í húsinu, svo kom hún Heidi amma og lét við mig í nokkra daga. Það var jú voða gaman að fá þau í heimsókn. En ég var líka í fríi frá leikskólanum í allan júlí og vorum við mamma endalaust á flakki við að redda hlutum hingað og þangað fyrir steypunina.

Í ágúst fór ég aftur í leikskólann og mamma í vinnuna. Svo fór hún mamma með ömmu til New York borgar í helgarferð.

Í september fór ég með mömmu og pabba til Danmerkur til að fara í brúðkauð hjá Martin frænda og Stine. Það var voðalega gaman því að þá fékk ég að hitta afa Klemens og ömmu Heidi og svo sáum við loksins Emiliu Rute frænku en hún verður eins árs núna í október. Rosa sæt lítil frænka. Ég var alveg rosalega prúður í brúðkaupinu og var það á allra vörum, enda var ég ekkert smá sætur með bindi og alles. Leiðin heim var því miður ekki skemmtileg þar sem ekki var hægt að leggja á réttum tíma af stað frá sumarhúsinu svo að við enduðum með að gluða upp til Ebeltofte til að reyna að ná ferjunni sem við misstum svo af með nokkrum mínútum og enduðum í alltaf of langri keyrslu til Köben aftur í staðinn. Náðum jú á flugvöllinn í tíma og komumst því heim á réttum degi. Einnig fór hún mamma aftur til New York borgar, en í þetta skiptið með Sunnu og Jóhönnu. Var víst gífurlega gaman hjá þeim. Mér fannst aftur á móti ekki eins gaman og var frekar fúll við mömmu. Og endaði það þannig að rúmið hennar og pabba var bara pabba rúm og er það þannig enn í dag!
Svo átti ég líka afmæli í september, og er orðinn 2ja ára! Ekkert smá stór. Fyrst hélt ég upp á afmælið mitt á settum degi, en þá komu bara krakkar til mín. Var alveg hörkustuð og þvílík sykurvíma, úff ég gjörsamlega skoppaði af veggjunum. Og svo helgina eftir var ég með fjölskylduboð. Einnig fór ég í viktum í september og reyndist vera 87 cm og 12420 grömm. Svo að það þýðir heilt kíló og 6.5 cm síðan í apríl. Ekki amarlegt það, enda hætti ég á tímabili að passa í flest allar buxurnar mínar.

Október hefur svo farið nokkuð vel af stað, en pabbi og afi eru að byrja á þakinu okkar en afi Klemens kemur á laugardaginn og verður hjá okkur í um vikutíma eða svo. Það verður nú gaman! Svo að það er vonandi að þeim takist að klára þakið í október því að gluggarnir eiga að fara að koma um miðjan nóvember og þá er húsið bara orðið fokhelt. Mömmu hlakkar ógurlega til í að fá að sjá húsinu lokað, fá að sjá svona endanlega mynd á því. En það verður líka mikill munur að fara að geta unnið innanhús og losað okkur við gáminn sem stendur á lóðinni hjá okkur og er notaður sem vinnuskúr.
Svo eignaðist ég litla frænku þann 6. Er víst alveg nóg af krílum á leiðinni hjá okkur, Edda frænka kemur með dömu í febrúar, Sóla frænka er líka sett í febrúar svo ein frænka í viðbót. Svo er Eydís sett í apríl. Verður sko alveg nóg að gera hjá okkur á næsta ári.

En þetta held ég að séu allar fréttirnar mínar. Alla vegna svona í flýti.

  • 1
Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29260
Samtals gestir: 9900
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08

Eldra efni

Tenglar