Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
01.11.2007 18:03Komin áætluð dagsetning / A set due dateMamma fór í snemmsónar í dag og fékk að sjá litla systkinið mitt. Leit allt voðalega vel út og bíðum við núna bara spennt eftir að fara í 20 vikna sónar fyrir jól. Mamma fékk þær ánægjulegu fréttir að henni yrði bara flýtt, og er því nýji setti dagurinn 9. maí 2008 í stað 13. maí 2008. Ekki mikill munur en engu að síður styttra í hann. --- Mom went and had her 12 week ultrasound today and got to see my little brother or sister just floating around. Everything appeared fine and dandy so now we are just waiting for the 20 week ultrasound. Mom got the great news that they will push her due date forward few days or till May 9th instead of the 13th. Not much difference, but still fewer days. Skrifað af Sebastían 22.10.2007 19:17Veikindi og í vinnunniEnn á ný náði ég mér í pest og var sóttur á leikskólann með tæplega 40°c stiga hita föstudaginn 14. október. Rokkaði svo hitinn minn upp og niður alla helgina. Hún amma var nú í fríi á mánudeginum og þriðjudeginum svo að hún var svo væn að leyfa mér að vera heima með sér. Svo var hún mamma með mig á miðvikudeginum og fór hún að láta kíkja í eyrun mín svona til öryggis. En þau reyndust alveg vera hrein. En svo öllum að óvörum rauk ég aftur upp í hita og var einnig með hita á föstudeginum. Svo að úr var að ég var heima alla vikuna. Aftur var farið með mig til læknis á laugardaginn þar sem ég var ekki orðinn frískur og enn að rjúka upp í hita. Úr var að ég var með sýkingu í augum, ennis og kinnholum og eyrnabólgu í báðum eyrum. Svo að nú er ég enn á ný kominn á sýklalyfjakúr. Í dag var starfsdagur hjá mömmu í vinnunni svo að ég fékk að fara með mömmu þangað. Stóg ég mig bara mjög vel að mömmu sögn, og henni Elmu sem deilir skrifstofu með mömmu. En byrjaði ég daginn á klukkutíma fundi og dundaði mér svo bara vel eftir það. Sat og litaði og söng bubba byggi sem glumdi fram eftir göngunum. En við stungum af svo rétt eftir klukkan 1 þar sem ég var alveg útkeyrður og þurfti að fara að leggja mig. Í kvöld er ég að leika við Klemens afa, en hann kom 15. október til að hjálpa okkur með þakið, en hann fer einmitt heim á morgun. Hættusu er núna uppáhalds orðið mitt og nota ég það óspart á fólk sem mér finnst ekki vera að haga sér rétt: mamma hættusu og pabbi hættusu! --- I got sick once again, mom had to pick me up from the daycare with a fever of almost 40°c on Friday the 14th. I was going up and down with fever throughout the weekend. And then luckily grandma had Monday and Tuesday off so I got to stay at home with her. Then mom was at home with me on the Wednesday and brought me in to the doctors to check on my ears. Luckily they were quite clean so no worries there, or so we all thought. On Thursday I went up in fever again and it wouldn't go down. So it ended up with me being t home the whole weekend. Then I was brought in to see the doctor again on Saturday and then it came out that I had an infection in my eye as well as in my sinuses and an ear infection in both ears. So now again I have started another regiment of medications. Today I went to work with my mom and stayed for five whole hours and did fantasticly! And now I am as we speak playing with grandpa Klemens, but he came on the 15th to help us with our roof. But I am making the most of playing with him as he is going home to Denmark tomorrow. My new favorite word is "stop it" and use it at every change I get: stop it mom or stop it dad are my most use sentances these days. Skrifað af Sebastían 10.10.2007 16:42Kominn tími til!Þá er nú loksins kominn tími til þess að hún mamma setjist niður og bloggi hjá mér, en það hefur hún ekki gert síðan í júlí. Henni finnst að vísu tíminn hafa liðið svo rosalega hratt undanfarið og eins og það sé alltaf sunnudagur hjá okkur. En það sem á daga mína hefur drifið undanfarið er þetta: Í júlí var jú hann afi Klemens hjá okkur að steypa upp alla veggina í húsinu, svo kom hún Heidi amma og lét við mig í nokkra daga. Það var jú voða gaman að fá þau í heimsókn. En ég var líka í fríi frá leikskólanum í allan júlí og vorum við mamma endalaust á flakki við að redda hlutum hingað og þangað fyrir steypunina. Í ágúst fór ég aftur í leikskólann og mamma í vinnuna. Svo fór hún mamma með ömmu til New York borgar í helgarferð. Í september fór ég með mömmu og pabba til Danmerkur til að fara í brúðkauð hjá Martin frænda og Stine. Það var voðalega gaman því að þá fékk ég að hitta afa Klemens og ömmu Heidi og svo sáum við loksins Emiliu Rute frænku en hún verður eins árs núna í október. Rosa sæt lítil frænka. Ég var alveg rosalega prúður í brúðkaupinu og var það á allra vörum, enda var ég ekkert smá sætur með bindi og alles. Leiðin heim var því miður ekki skemmtileg þar sem ekki var hægt að leggja á réttum tíma af stað frá sumarhúsinu svo að við enduðum með að gluða upp til Ebeltofte til að reyna að ná ferjunni sem við misstum svo af með nokkrum mínútum og enduðum í alltaf of langri keyrslu til Köben aftur í staðinn. Náðum jú á flugvöllinn í tíma og komumst því heim á réttum degi. Einnig fór hún mamma aftur til New York borgar, en í þetta skiptið með Sunnu og Jóhönnu. Var víst gífurlega gaman hjá þeim. Mér fannst aftur á móti ekki eins gaman og var frekar fúll við mömmu. Og endaði það þannig að rúmið hennar og pabba var bara pabba rúm og er það þannig enn í dag! Október hefur svo farið nokkuð vel af stað, en pabbi og afi eru að byrja á þakinu okkar en afi Klemens kemur á laugardaginn og verður hjá okkur í um vikutíma eða svo. Það verður nú gaman! Svo að það er vonandi að þeim takist að klára þakið í október því að gluggarnir eiga að fara að koma um miðjan nóvember og þá er húsið bara orðið fokhelt. Mömmu hlakkar ógurlega til í að fá að sjá húsinu lokað, fá að sjá svona endanlega mynd á því. En það verður líka mikill munur að fara að geta unnið innanhús og losað okkur við gáminn sem stendur á lóðinni hjá okkur og er notaður sem vinnuskúr. Skrifað af Sebastían 12.07.2007 21:02Byko i pippoEins og undan farið hafa nýju orðunum hlaðið inn en það vinsælasta núna er Byko! Já búðin Byko .... en svo vill til að þessa dagana förum við mikið í Byko og þar eru til bílakerrur sem er alveg þvílíkt vinsælar að sorgin er mikil þegar farið er heim. Er því mikið sagt þessa dagana "fa'a Byko i pippo" en pippo er jú pick-up. Síðast liðinn laugardag var byrjað að láta Sebastían sofa í sínu rúmi alla nóttina og var hann ekki par hrifinn af því fyrstu nóttina en kvartaði á hverjum klukkutíma. Aðfaranótt mánudag var vaknað sex sinnum en nóttina þar á eftir var ekki rumskað nema þrisvar sinnum og svo síðustu nótt var bara sofið alveg í gegnum nóttina, var það bara mamma sem vaknaði til að athuga hvort að ekki væri allt í lagi með prinsinn! Skrýtnar þessar mömmur, fyrst vilja þær ekki vakna á nóttunni og svo þegar þær geta sofið alla nóttina vakna þær til að athuga hvort að ekki sé alveg örugglega allt í lagi. Pabbi, afi, afi og Árni frændi eru búnir að vera rosalega duglegir uppi í húsi og erum við komin með um helminginn af veggjunum núna og er byrjað að slá frá. Steypun númer tvö mun eiga sér stað fljótlega í næstu viku og síðasta steypunin sem verða bara innveggir mun eiga sér stað annan mánudag svo að þetta er allt saman að gerast hjá okkur. Enda erum við orðin rosalega spennt. Svo er það að frétta að hún amma Heidi er að koma frá Danmörku á sunnudaginn og hlakkar mig voðalega mikið til að hitta hana, en hver veit nema að ég tali bara færeysku þegar júlí er búinn! --- The words keep on piling inn and now the most popular sentance is "fa'a i Byko pippo" which means "go to Byko to drive pippo (pick-up)" but Byko is a large hardware store and they have shopping carts that look like cars and have stearing wheels and all. But lately we have been going there quite a lot with the approrpirate sounds and noises while Sebastían drives the shopping cart from the car below, but there also the same fight every time that we have to go and leave the car behind. Last Saturday night we begun to have Sebastían sleep through the night in his own bed, he wasn't at all happy the first night and woke up every hour, the following night he woke up six times and then the night after that he stirred three times. Already a lot better. Then last night he slept through, but the mom woke up to check to see if things weren't all right!! Strange those moms, when they can finally sleep they wake up!! Lots of things are happening at the house. We have half the walls up and running now and it is fantastic to see click here to see our house website Then grandma Heidi is coming from Denmark on Sunday which is fantastic as I havn't seen her since last February. And who knows, I might actually just be speaking Faroese at the end of July! Skrifað af Sebastían 07.07.2007 22:52Kominn tími fyrir uppfærslu / Time for an updateÞað er nú löngu kominn tími til að uppfæra síðuna mína, en hún mamma er búin að vera svo upptekin í húsinu að hún hefur ekki haft tíma til að uppfæra síðuna fyrir mig. En það helsta sem er að frétta af mér er það að mig vantar bara tvær tennur núna til að verða fulltenntur og verð ég voðalega feginn þegar ég losna við allt þetta slefvesen. Annars er ég í fríi allan júlí mánuð og nýt þess í botn. Það er voðalega gaman að fá að vera heima með mömmu og ömmu og snúast með þeim, en mér er sko alveg sama þó svo að það sé verið að vesenast út um allan bæ. Um daginn var ég að príla uppi í sófa og henti mér fram úr, sem hefði svo sem ekkert verið neitt sérstaklega þægileg lendin hefði ég farið beint á gólfin. En svo var ekki raunin, heldur lenti ég á arminum á hægindarstólnum mínum og marðist all illilega á kinninni minn. Markið er búið að vera þar í nokkrar vikur en er loksins að minnka. Ég er farinn að segja alveg heilan helling af orðum og bætast ný og ný orð alltaf við hjá mér nánast daglega. Það er mikið fjör á hóli núna en afi Klemens kom frá Danmörku um síðustu helgi og er alveg gífurlega gaman að hafa tvo afa til að hlaupa á eftir mér. Ég tók nokkuð stórt skref í dag, en hingað til hef ég alltaf sagt mömmu frá þegar ég er búinn að kúka en núna sagði ég henni það áður en ég kúkaði. Fór ég og settist á stóra klósettið en ekkert kom, er ekki alveg búinn að fata hvernig ég á að rembast á klósetinu en það kemur bara allt saman á endanum. Tökum bara eitt skref í einu. --- It is way over due for an update, but mom has been so terribly busy at the house that she just hasn't had the time to update my website for quite the while. As of now I am only two teeth away from having them all, and boy ohh boy will I be thrilled to get rid of all this drooling business and getting sick and tired of always being wet! At the moment I am on vacation from the daycare and am loving it. I spend the day with mom and grandma and enjoy running errands with them all over the place. The other day I was climing and jumping on the couch and threw myself of from it, the landing by itself would have been rather uncomfortable if I would have landed on the floor. However, that was not the case as I landed on my lounge chair and hit my chin on it which was extremely brused and is just now getting back to its normal shade. I am adding new words to my vocabulary every day. My grandpa came over from Denmark so I am enjoying the extra attention these days to the fullest. Not bad to having two grandpa's running after you. I hit a very big milestone today. For a while I have been telling mom when I have pooped, but today I told her before I did. So we went to the toilet but nothing came. I havn't exactly figured out how to push while on the toilet. But we are just taking one step at a time. Skrifað af Sebastían 21.05.2007 19:09Súkkkulaðirúsínur / Chocolate raisinsHvað haldið þið að ég hafi gert á leikskólanum? Við komumst nokkur út af ganginum og inn á kaffistofu starfsmanna, en einhver nær greinilega upp í hurðahúninn, og þar var poki af súkkulaðirúsínum. Þegar við vorum gripin vantaði hálfan pokann svo að það lítur út fyrir að við höfum gætt okkur á nokkru góðgæti á leikskólanum. Enda er ég með súkkulaði bletti niður eftir öllum bolnum. ---- Guess what I did at the daycare today? Few of us kids got onto the hallway and into the coffee area for the staff, but it appears that one fo us can reach the doorknob, and there was a bag of chocolate raisins.When we were got redhanded half the bag was missing so it seems that we had some goodies today. I even got the tattletail chocolate stains on my shirt. Skrifað af Sebastían 17.05.2007 15:01Josh Groban tónleikar / Josh Groban concertsEins og sést á lélegumyndunum sem byrtust í gær fór hún mamma mín á Josh Groban tónleikana með Heiðu (mömmu Mána) og ömmu. Skemmtu þær sig alveg þvílíkt vel. Mamma er að vinna í því að setja inn myndir í myndaalbúm. Eftir tónleikana fóru mamma og Heiða að útganginum fyrir aftan og hittu Josh Groban, fengu að taka myndir með þér og áritaði hann diskinn fyrir þær. Þær fengu líka að kyssa hann á kinnina. Mér skilst að þær hafi verið eins og smá píur á leiðinni út í bíl þar sem amma beið ---- As you can see from the low quality pictures that came on yesterday that my mom went to see Josh Groban on concerts, she went with Heiða (my friends Máni's mom) and my grandma. They had such a great time. Mom is as we speak working on putting the pictures in the albums. After the concert mom and Heiða vent to the rear exit and met Josh Groban, they got to have their pictures taken with him, he autographed their CD and they even got to kiss him on the cheek. If I understand correctly they were behaving like two 15 year olds on the way back to the car where grandma was waiting Skrifað af Sebastían 05.05.2007 11:47Farinn að láta vita / Have begun to let them knowÞegar mamma sótti mig á leikskólann í gær sagði Una og Soffía henni að ég hefði látið þær vita þegar ég hafði kúkað. Var mamma að sjálfsögðu rosalega ánægð með mig. Hana gerði þó frekar ráð fyrir því að það hefði verið einstakt tilfelli þar sem ég hafði ekki sýnt þessa hegðun heima. En svo sát ég rétt áðan og var að borða hádegismat, lít upp á mömmu og segi "kúka" sem reyndist svo vera alveg rétt. En mamma beint með mig inn á klósett, hélt kannski að hún myndi ná á koppinn en þá var ég bara búinn. Svo að ætli ég sé ekki að fara inn á frumstigin í undirbúningi áður en hægt verður að byrja að venja mig af koppnum. Svo var Litli Íþróttaskólinn í dag og lét ég á alls oddi, er enn alltaf nokkuð var um mig þegar við komum og tekur smá tíma til að venjast og verða afslappaður en var samt miklu betra í dag en síðast. Enginn grátur og mamma og pabba gátu stolið snuðinu mínu án þess að ég fattaði það. Nýjar myndir komnar í albúmið ----- When mom picked me up from the daycare yesterday Una and Soffía told her that I had let them know when I had pooed. Mom was of cause extremely proud of me though she did suspect that this was a one time thing as I had not shown this behavior at home. But when we were having lunch a little while ago I said "kúka" (poo) and so she rushed with me to the bathroom to see if we could reach the potty. And guess what, I was telling her the truth, I had pooed. Granted that I don't tell till I am done but still that may give the indication that I am moving into the pre stages of becoming ready for potty training. This morning I went to the little gym class and had a blast. I am always a tad sceptic of the area when I arrive first but it quickly dissapeared and I had fun playing with the balls. I even had so much fun that I didn't notice when mom and dad stole my pacifier away. There are new pictures in the photo album Skrifað af Sebastían 27.04.2007 11:13Hlaupabóla / Chicken poxÉg er að safna litlum rauðum flekkjum núna, byrjaði í náranum og er að breyðast upp um magann og búkinn. Er einnig búinn að fá nokkrar í höfuðið en sem betur fer pirra þær mig ekki mikið enn sem komið er. Mamma er voðalega dugleg að bera á kroppinn minn og svo klippti hún allar neglurnar mínar í burtu svo ég geti ekki klórað mig. En annars er ég hinn sprækasti, hleyp út um allt með bílana mína. Vonum bara að þetta verði ekki langlíf hlaupabóla. ---- I have begun to collect red spots, they began in my groin and have spread up my back and belly even got on my head. But luckily so far they do not bother me, mom has been really active in putting lotion on my spots and she also trimmed all my nails in the effort that I will not scratch myself. But besides the chicken pox I am doing quite well, running and and playing with my cars. We just hope that it will be over before we know it. Skrifað af Sebastían 26.04.2007 20:44HeimsóknJæja nú er sko alveg kominn tími á blog. En það er svo sem ekki mikið að frétta héðan. Mamma og pabbi eru að stússast í að koma húsaframkvæmdunum á laggirnar en ég hef ekki komið upp í "hús" í nokkurn tíma. Mér er sagt að það sé best að ég sé bara heima því að ég sé barasta fyrir. Hver hefur svo sem heyrt um það að ég sé fyrir .... Við mamma fórum í heimsókn í kvöld eftir kvöldmat til hennar Maríu Rúnar er hún varð tveggja ára um daginn og var alveg gífurlega gaman. Hún átti nokkuð flott herbergi, mig hlakkar mikið til að fá mitt eigið herbergi. Skrifað af Sebastían 07.04.2007 22:27Leikheimsókn / Play dateLoksins fengum við Davíð Goði að hittast og lékum við okkur ágætlega saman. Vorum svolítið feimnir við hvort annan fyrst en fórum svo að rífa af hvor öðrum, gefa hvor örðum bolta og í lokin að ýta hvor öðrum á sparkbílnum. Pabbi hans Davíðs Goða tók svo videó myndir af okkur sem hún mamma ætlar að biðja þau um að senda okkur svo að við getum sýnt ykkur þetta allt saman. Við vorum voðalega sætir saman. -- About time that Davíð Goði and myself got to have a play date, it turned out rather nice as we did play well together after few hesitant moments. His dad took a video of us and mom's going to ask them to send it to us so hopefully soon I will be ableto show it to you all. We were after all quite adorable together. Skrifað af Sebastían Flettingar í dag: 505 Gestir í dag: 155 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29260 Samtals gestir: 9900 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is